Fréttir

Orðsending frá Fjallabyggðarhöfnum

Orðsending frá Fjallabyggðarhöfnum til þeirra sem eiga veiðarfæri, bátavagna, ker og eða aðra lausamuni á hafnarsvæðum
Lesa meira

Hafnarstjóri á bryggjurölti í morgunsárið

Bæjarstjóri / Hafnarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir hitti á rölti sínu um hafnarbryggjuna í morgunsárið hinn 18 ára nýstúdent, Jón Grétar Guðjónsson sem einnig hefur nýlokið skipstjórnarréttindum. Jón Grétar var á fullu að landa úr Oddverja SI en hann er á strandveiðum þessa dagana. Einn línubátur var einnig við bryggju, einn af þeim sem kemur til löndunar á Siglufirði á hverju vori. Voru sjómenn að vonum ánægðir með aflabrögð. Gaman er að segja frá því að nýverið var sett upp skemmtilegt skilti á bryggjuna á Siglufirði sem sýnir fjarlægðir til hinna ýmsu borga og staða í heiminum.
Lesa meira

Heiti potturinn á Siglufirði verður lokaður í nokkra daga vegna viðhalds!

Tilkynning frá Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar! Heiti pottur sundhallarinnar á Siglufirði verður lokaður vegna viðhalds frá deginum í dag 22. maí í nokkra daga. Tilkynnt verður þegar potturinn verður opnaður á ný. Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar.
Lesa meira

Tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Kjalar um verkföll

Daganna 16. til 19. maí 2023 var haldin atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Kjalar um boðun verkfalls hjá Fjallabyggð. Niðurstaðan varð sú að 61 samþykktu verkfallsboðun af alls 70 greiddum atkvæðum. Þannig samþykktu 87,14 % félagsmanna verkfallsboðun. Þátttakan var 58,82 % eða 70 af alls 119 sem voru á kjörskrá.
Lesa meira

Deiliskipulag kirkjugarðs á Saurbæjarási og breyting á aðalskipulagi – kynning skipulagstillögu á vinnslustigi

Opið hús vegna kynningar á skipulagstillögunum fer fram á tæknideild í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, mánudaginn 22. maí milli kl. 12:00 og 14:00. Opið hús fer fram í samræmi við gr. 4.6.1. og 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun skipulagsfulltrúi veita upplýsingar um skipulagstillöguna og taka við ábendingum.
Lesa meira

Úrgangsmál í Fjallabyggð

Innleiðing fjórða ílátsins við heimili Allir íbúar Fjallabyggðar eiga nú að hafa fengið afhent fjórða ílátið fyrir úrgang þ.e. plast og flokka því í fjóra flokka við heimili, þ.e. almennt sorp, pappa og pappír, plast og lífrænan úrgang. Búið er að setja viðeigandi merkingar á ílátin.
Lesa meira

Líf og fjör við höfnina á Siglufirði

Eins og flesta daga ársins er líf og fjör við höfn­ina á Sigluf­irði, miklu landað þar af fiski og morgunverkin margvísleg. Sigríður bæjarstjóri brá sér í heimsókn í morgunsárið og festi þessar skemmtilegu myndir á filmu.
Lesa meira

230. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

230. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 15. maí 2023 kl. 17:00
Lesa meira

Sterk fjárhagsleg staða Fjallabyggðar - Grein Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra

Meira...
Lesa meira

Breyttur opnunartími Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar í maí vegna frídaga

Opnunartími Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar verður með öðru sniði á uppstigningardag, 2. í hvítasunnu og vegna starfsdags starfsfólks íþróttamiðstöðva. Opnunartími þessa daga í maí verður því eftirfarandi:
Lesa meira