Fréttir

Hátindur 60+ Vel heppnuð opnunarhátíð í Tjarnarborg

Hátindi 60+ nýsköpunar-og þróunarverkefni í þjónustu við íbúa Fjallabyggðar 60 ára og eldri var formlega ýtt úr vör í Tjarnarborg í dag. Fjölmenni mætti á opnunina sem tókst í alla staði mjög vel.
Lesa meira

Regus opnar fjarvinnuaðstöðu á Siglufirði

Regus opnaði nýjan og glæsilegan skrifstofukjarna, við hátíðlega athöfn á Siglufirði, í gær, 28. mars. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnaði kjarnann við fjölmenni. Regus býður nú upp á 24 starfsstöðvar á Siglufirði, bæði í opnum og lokuðum rýmum. Það mun nýtast bæjarbúum og gestum og þegar hafa fyrirtæki tryggt sér rými á skrifstofukjarnanum á Siglufirði.
Lesa meira

Vel heppnuð fjárfestahátíð á Siglufirði

Þrettán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði í dag þann 29. mars 2023 Þetta er í þriðja sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en í ár var öllum landshlutum boðið að taka þátt af öllu landinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra setti hátíðina en fjölmenni sótti hátíðina og færri komust að en vildu.
Lesa meira

Opnun Hátinds 60+ í Tjarnarborg í dag kl. 12:00 - Rútuferðir frá Siglufirði

Fjallabyggð ásamt samstarfsaðilum ýta úr vör metnaðarfullu nýsköpunar- og þróunarverkefni sem snýr að þjónustu við íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri. Súpufundur verður haldinn í menningarhúsinu Tjarnaborg í Ólafsfirði miðvikudaginn 29. mars kl 12:00. Akstur verður frá Ráðhúsinu Siglufirði kl: 11:30 - Brottför frá Tjarnaborg 13:10
Lesa meira

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, staðsetur skrifstofu sína á Siglufirði í dag þriðjudaginn 28. mars

Málefni ráðuneytisins eiga við um land allt og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, staðsetur skrifstofu sína víðsvegar um landið á kjörtímabilinu. Nú er komið að Fjallabyggð. Skrifstofa ráðherra verður þannig staðsett á Siglufirði í dag og á miðvikudag. Á hverri starfsstöð eru öll áhugasöm velkomin á opna viðtalsíma. Í þetta skiptið fara þeim fram milli kl. 15 og 16 í Regus á Siglufirði.
Lesa meira

Kynningarfundur - nýbyggingar við Vallarbraut á Malarvelli

Kynningarfundur varðandi framkvæmdir við Vallarbraut á Malarvellinum og hugsanleg kaup á nýjum íbúðum fer fram í Bláa húsinu, þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 16:00. Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem hefur yfirumsjón með verkinu mun fara yfir þær framkvæmdir sem eru í farvatninu og tímalínu þeirra. Eins mun hann sýna teikningar af húsum og íbúðum og svara spurningum áhugasamra kaupenda.
Lesa meira

20 ára og eldri velkomnir í opna hreyfitíma í þessari viku í íþróttahúsum Fjallabyggðar

Ákveðið að bjóða íbúum 20 ára og eldri í síðustu opnu hreyfitímana fyrir páska. Þriðjudaginn 28. mars kl. 17:30 - 18:30 á Siglufirði og miðvikudaginn 29. mars kl. 17:00 - 18:00 í Ólafsfirði. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag ákvað að framlengja verkefnið með fjórum tímum í viðbót í Ólafsfirði eftir páska, þar sem mikil þátttaka hefur verið í opnum tímum þar. Allir íbúar Fjallabyggðar 20 ára og eldri eru velkomnir í tímana sem verða miðvikudagana 12. apríl, 19. apríl, 26. apríl og 3. maí. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur.
Lesa meira

Aukin hæfni starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Aukin hæfni starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu á Norðurlandi Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 27. mars, 11:00 - 14:00 á Hótel KEA, Akureyri
Lesa meira

Leysingar Alþýðuhúsinu á Siglufirði um páskana 7. - 9. apríl

Föstudaginn langa 7. apríl kl. 14.00 hefst árlega listahátíðin Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hátíðin stendur í þrjá daga og er boðið upp á sýningu í Kompunni, þrjá gjörninga, upplestur ljóða og tvenna tónleika.
Lesa meira

Styrjueldi í Ólafsfirði

Mikið var um að vera í húsnæði Norðlenzka Styrjufjelagsins efh í Ólafsfirði þegar að bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir og Bragi Kristjbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála voru þar á ferðinni. Eyþór Eyjólfsson framkvæmdastjóri félagsins segir að nú á næstunni verði farið í að strjúka hrogn og svil úr hluta af fiskinum með sérstakri aðferð.
Lesa meira