01.02.2023
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja álagningarseðla á vefsíðu island.is undir flipanum "Mínar síður".
Lesa meira
01.02.2023
Akstur skólarútu verður með breyttu sniði föstudaginn 3. febrúar nk. þar sem enginn kennsla verður í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira
01.02.2023
Tafir urðu á sorphirðu í Fjallabyggð í gær vegna veðurs af þeim sökum verður almennt sorp fjarlægt í dag og á föstudaginn bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði.
Íbúar eru hvattir til að moka frá sorptunnunum og hafa greiða leið að þeim fyrir þá sem koma og losa þær. Ef aðgengi að sorptunnum er slæmt og íbúar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfsfólks sorphirðunnar, verða tunnur ekki tæmdar.
Lesa meira
31.01.2023
Vakin er athygli á því að sorp verður ekki fjarlægt í suðubænum á Siglufirði í dag 31. janúar, vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira
30.01.2023
Næstu daga verður eitthvað rask á umferð og einhverjar götur lokaðar á Dalvík en tökur standa nú yfir á sjónvarpsþáttunum True Detective.
Hér má sjá áætlun um lokanir næstu daga en hún er gefin út með fyrirvara um breytingar. Allar lokanir verða einnig auglýstar á vef Vegagerðarinnar vegagerdin.is
Lesa meira
26.01.2023
Hönnunarkeppnin Stíll fór fram í íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 21. janúar kl. 12-17. Þemað sem valið er af Ungmennaráði Samfés var í ár „Gylltur glamúr “. Á Stíl koma saman og keppa unglingar af öllu landinu í fatahönnun, hárgreiðslu, förðun, framkomu og hönnunarmöppu.
Lesa meira
26.01.2023
Úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóð 2022, liggja nú fyrir. Menntamálastofnun, í samstarfi við Krakkarúv, efndi til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni var ljóðformið frjálst og ánægjulegt að sjá hversu fjölbreytt og vönduð ljóð bárust.
Lesa meira
25.01.2023
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á okkar svæði á morgun, fimmtudaginn 26. janúar, og gildir hún frá kl. 07:00 í fyrramálið og fram á aðra nótt. Samhliða þessu verður hitastig allt að 10 gráður í plús. Íbúar eru beðnir um að huga að lausum munum og hreinsa klaka frá niðurföllum.
Lesa meira
24.01.2023
Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er ræða almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2023 og fer úthlutun fram þann 9. mars 2023.
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.
Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.
Lesa meira
23.01.2023
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Vinnuskóla Fjallabyggðar lét af störfum um síðustu áramót. Haukur hefur starfað sem forstöðumaður íþróttamannvirkja síðustu 29 ár, fyrst fyrir Ólafsfjarðarkaupstað og síðar Fjallabyggð. Að auki hefur Haukur veitt Vinnuskóla Fjallabyggðar forstöðu síðustu ár og þá hafði hann umsjón með félagsmiðstöðinni Neon um árabil.
Lesa meira