Starfsemi Karlakórs Fjallabyggðar hefst á ný - Fyrsta æfing mánudaginn 23. janúar

Karlakór Fjallabyggðar. Frá einni æfingu kórsins áður en Covid-19 faraldurinn hófst.
Mynd: Smári V. Sæbjörnsson
Karlakór Fjallabyggðar. Frá einni æfingu kórsins áður en Covid-19 faraldurinn hófst.
Mynd: Smári V. Sæbjörnsson

Starfsemi hjá Karlakór Fjallabyggðar hefst að nýju mánudaginn 23. janúar næstkomandi klukkan 19:00.  Æfingar fara fram í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga við Aðalgötu 27 á Siglufirði. Kórstarfið hefur legið niðri frá því að Covid-19 faraldurinn hófst.

Í tilkynnngu frá karlakórnum kemur fram að fjöldi núverandi kórfélaga hefur nú þegar staðfest þátttöku sína sem og nýir kórfélagar.  Gamlir félagar eru hjartanlega velkomnir í kórinn.

Karlakór Fjallabyggðar hefur fengið til liðs við sig tvo nýja stjórnendur, þau Eddu Björk Jónsdóttir kórstjóra og Guðmann Sveinsson sem mun sjá um hljómsveit kórsins.

Áhugasamir nýliðar eru boðnir sérstaklega velkomnir.

Kórfélagar eru beðnir að taka með sér nóturnar, byrjað verður á léttu spjalli og upprifjun.

Sjá viðburð á Facebook hér 

Auglýsing