20.02.2023
Vegna vetrarfrís grunnskólans og öskudagsskemmtunar í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á miðvikudag er breytt aksturstafla fyrir dagana 22. febrúar og 24. febrúar. Akstur samkvæmt áætlun fimmtudaginn 23. febrúar.
Lesa meira
20.02.2023
Öskudagsskemmtun í íþróttahúsi í Ólafsfirði, miðvikudaginn 22. febrúar.
Foreldrafélag Leikhóla stendur fyrir öskudagsskemmtun kl. 15:00 – 16:00 fyrir börn á öllum aldri. Mikilvægt er að foreldrar eða fullorðnir einstaklingar fylgi yngstu börnunum.
Sett verður upp þrautabraut fyrir yngstu börnin og kötturinn sleginn úr tunnunni.
Lesa meira
20.02.2023
Brynja Baldursdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2023, við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 16. febrúar sl. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Er það 14. árið sem Fjallabyggð útnefnir bæjarlistamann ársins.
Lesa meira
16.02.2023
Sundlaugin á Siglufirði hefur verið opnuð.
Vegna bilunar í hitaveitu þurfti að loka sundlauginni á Siglufirði hluta út degi. Búið er að lagfæra hitaveitu og vatn komið á að nýju.
Lesa meira
16.02.2023
Heitt vatn er komið á að nýju á Siglufirði en vegna bilunnar í hitaveitu þurfti að taka heitt vatn af hluta af Siglufirði í dag.
Búið er að lagfæra bilunina og heita vatnið komið á aftur.
Lesa meira
15.02.2023
Ný lög um meðhöndlun úrgangs og flokkunar tóku gildi um sl. áramót. Lögunum er ætlað að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis svo stuðla megi að sjálfbærri auðlindanotkun og draga úr myndun úrgangs. Lögin kveða á um, að við hvert heimili skuli flokka í fjóra flokka, þ.e. pappír og pappa, plast, lífrænan úrgang og blandaðan úrgang. Það er von mín að sem allra minnst verði í tunnunum með blandaða úrganginum
Lesa meira
15.02.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að setja á fót samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð.
Samráðshópnum er m.a. ætlað að fjalla um stefnumótun til framtíðar um metnaðarfulla uppbyggingu fjölbreytts íþróttastarfs fyrir íbúa Fjallabyggðar á öllum aldri. Styrkjakerfi sveitarfélagsins til íþróttamála með tilliti til þess hvernig hægt sé að hvetja til sameiningar íþróttafélaga í sömu grein innan sveitarfélagsins. Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunar innan húss og utan. Að ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins sé forgangsraðað á þann hátt að þeir nýtist fjöldanum.
Lesa meira
15.02.2023
Vélsleðafélag Ólafsfjarðar heldur HELIAIR SNOCROSS keppnina laugardaginn 18. febrúar nk. í Ólafsfirði. Um er að ræða fyrstu umferð til Íslandsmeistara og hefst keppnin kl. 12:00. Keppnissvæðið er innanbæjar á svæðinu kringum tjörnina og sundlaugina í Ólafsfirði.
Lesa meira
14.02.2023
Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi Mat á umhverfisáhrifum.
Öll sveitarfélög á Norðurlandi, samtals 16 sveitarfélög á svæðinu frá Stikuhálsi í vestri að Bakkaheiði í austri, vinna nú að sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs í samræmi við 6. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003, með síðari breytingum.
Lesa meira
13.02.2023
Ræsting í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði. – Skilafrestur verðtilboða framlengdur til kl. 13:00 föstudaginn 17. febrúar.
Fjallabyggð óskar eftir verðtilboði í verkið: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikhólar Ólafsfirði.
Lesa meira