Vélsleðakeppni í Ólafsfirði helgina 18. og 19. febrúar

Mynd: Guðný Ágústsdóttir
Mynd: Guðný Ágústsdóttir

Vélsleðafélag Ólafsfjarðar heldur HELIAIR SNOCROSS keppnina laugardaginn 18. febrúar nk. í Ólafsfirði. Um er að ræða fyrstu umferð til Íslandsmeistara og hefst keppnin  kl. 12:00. Keppnissvæðið er innanbæjar á svæðinu kringum tjörnina og sundlaugina í Ólafsfirði.

Önnur umferð til Íslandsmeistara - Skógarböð Snocross verður einnig haldin í Ólafsfirði sunnudaginn 19. febrúar frá kl. 12:00-15:00. Samkvæmt mótaskrá Snjókross á Íslandi stóð til að halda mót nr. 2 á Akureyri helgina 25-26 febrúar. Þar sem mikið af snjó hefur tekið upp hefur Kappakstursklúbbur Akureyrar óskað eftir því við Vélsleðafélag Ólafsfjarðar að halda þeirra mót  sunnudaginn 19. febrúar í Ólafsfirði.  Keppt verður í sömu braut og fyrri daginn. Keppni stendur frá kl. 12:00-15:00.

Fjallabyggð óskar keppendum góðs gengis.