Fréttir

Fjallakort.is - Rafræn sundkort og líkamsræktarkort Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Rafræn sundkort og líkamsræktarkort eru komin í loftið fyrir íbúa og gesti Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar. Hægt er að kaupa staka miða, skipta kort og tímabilskort. Í stað þess að fá kort í hendurnar sækir fólk stafrænt kort og setur það í snjallsímann sinn.
Lesa meira

Umsóknarfrestur: NORA verkefnastyrkir, fyrri úthlutun

Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja, strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2023.
Lesa meira

Lóa - Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Opnað verður fyrir umsóknir í Lóu 2. mars 2023 og er umsóknarfrestur til 27. mars 2023.
Lesa meira

Útboð á sorphirðu

Nú stendur yfir vinna við gerð útboðsgagna fyrir sorphirðu heimilissorps í Fjallabyggð.
Lesa meira

Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir hefur verið fengin til liðs við verkefnið Hátind 60+

Hátindur 60+ er heiti á þróunarverkefni í þjónustu við fullorðna íbúa sveitarfélagsins sem hefur að leiðarljósi samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu, nýsköpun og heilsueflingu fullorðinna íbúa Fjallabyggðar. Hátindur 60+ er samvinnuverkefni Fjallabyggðar, Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN), Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Heilbrigðis- og velferðarklasa Norðurlands (Veltek).
Lesa meira

Pössum ruslatunnurnar okkar

Pössum að ruslatunnurnar okkar séu á öruggum stað og ekki sé hætta á að þær fjúki.
Lesa meira

Kíwanisklúbburinn Skjöldur færir félagsmiðstöðinni rausnarlega gjöf

Miðvikudagskvöldið 22. febrúar sl. komu Kíwanismenn færandi hendi í félagsmiðstöðina Neon. Kíwanisklúbburinn Skjöldur afhenti félagsmiðstöðinni tvær Playstation 5 tölvur og smart skjávarpa að gjöf. Agnar Óli Grétarsson, fulltrúi Neonráðs tók við gjöfinni fyrir hönd unglinga í Neon og þakkaði Kíwanis fyrir höfðinglega gjöf.
Lesa meira

Samráðsfundur ferðaþjónustuaðila á Tröllaskaga

Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð standa saman að samráðsfundi fyrir ferðaþjónustuaðila á Tröllaskaga miðvikudaginn 1. mars nk. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg Ólafsfirði og hefst kl. 14:00. Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Fjórtán verkefni valin á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fram fer á Siglufirði 29. mars nk.

Fjórtán verkefni hafa verið valin til þátttöku á Fjárfestahátíð Norðanáttar sem fer fram á Siglufirði þann 29. mars nk. Þetta er í annað sinn sem Norðanátt stendur að hátíðinni en í ár var öllum landshlutum boðið að taka þátt og sóttu þrjátíu verkefni af öllu landinu um á Fjárfestahátíðina.
Lesa meira

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhuguðu deiliskipulagsverkefni fyrir hafnarsvæðið á Siglufirði. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Lilium teiknistofu fyrir Fjallabyggð, koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.
Lesa meira