Nú stendur yfir vinna við gerð útboðsgagna fyrir sorphirðu heimilissorps í Fjallabyggð. Eins og allir bæjarbúar hafa vafalaust tekið eftir hefur nú fjórðu tunnunni verið dreift og þannig verið tekið mikilvægt skref í átt að lögboðnum breytingum á flokkun heimilissorps. Með þessu móti er tryggt að sveitarfélagið mun strax fá hæstu mögulegu endurgreiðslu frá Úrvinnslusjóði fyrir plast og pappa. Á næstu vikum munu nýjar grenndarstöðvar líta dagsins ljós, þar sem íbúar munu geta hent járni, gleri og textíl.
Eitt af því sem skoðað verður áfram af starfshópi sveitarfélagsins í sorpmálum er að kanna möguleika á að bjóða íbúum upp á samnýtingu íláta í fjölbýli að einhverju leyti, sem og tvískipta tunnu, sem myndi gera íbúum kleift að notast áfram við þrjár tunnur. Íbúar Fjallabyggðar verða upplýstir nánar um framvindu mála síðar.