Fréttir

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við breytingu deiliskipulags á Leirutanga, Siglufirði

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við breytingu deiliskipulags á Leirutanga, Siglufirði Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhugaðri breytingu á deiliskipulagi Leirutanga á Siglufirði. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Stoð ehf. fyrir Bás ehf., koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.
Lesa meira

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Fjallabyggð auglýsir skipulag í Fjallabyggð. Um er að ræða tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032, verslun og þjónusta í Skarðsdal, Siglufirði – nýr landnotkunarreitur og tillögu að deiliskipulagi fyrir þjónustuhús og smáhýsi við Skarðsveg, Siglufirði,
Lesa meira

Ályktun bæjarstjórnar vegna fjárhagsvanda Landhelgisgæslu Íslands

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á 226. fundi sínum í gær 8. febrúar 2023 eftirfarandi ályktun vegna fjárhagsvanda Landhelgisgæslu Íslands
Lesa meira

Fjarðargangan 2023

Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði 10. og 11. febrúar 2023. Eins og undanfarin ár er boðið upp á frábæra upplifun í Fjarðargöngunni. Brautarstæðið er einstakt og liggur meðal annars eftir götum Ólafsfjarðarbæjar. Stemmningin er frábær og allir mættir til að skora á sjálfan sig, taka þátt og hafa gaman. Vissulega er keppni líka, frábær verðlaun, happdrætti, kjötsúpa, grænmetissúpa, úrdráttarverðlaun og ég veit ekki hvað og hvað.
Lesa meira

Úthlutunarhátíð 2023 - Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2023, Brynja Baldursdóttir, verður útnefnd við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 16. febrúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00. Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningarmála, hátíðarhalda, styrkir til reksturs safna og setra og grænna verkefna. Einnig verða í fyrsta sinn afhent Umhverfisverðlaun Fjallabyggðar. Allir hjartanlega velkomnir Markaðs- og menningarnefnd.
Lesa meira

Íbúafundir í Fjallabyggð vegna komu fjórðu tunnunnar

Fjórða tunnan er á leiðinni ! Af því tilefni verða haldnir íbúafundir í Fjallabyggð fimmtudaginn 9. febrúar nk.
Lesa meira

226. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

226. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 8. febrúar 2023 kl. 17.00
Lesa meira

Betur fór en á horfðist

Í dag fór rúta út af veginum við Brimnes í Ólafsfirði með um 25 erlenda ferðamenn sem voru á leið á Síldarminjasafnið. Ekki er talið að um alvarleg meiðsl sé að ræða á fólki. Opnuð var fjöldahjálparstöð í Menntaskólanum á Töllaskaga. Viðbragðsaðilar brugðust fljótt og vel við og eru að ljúka störfum á vettvangi.
Lesa meira

Foreldrafélag Leikskála færir leikskólanum veglega gjöf

Foreldrafélag Leikskála afhenti leikskólanum veglega gjöf að andvirði 210.000 kr.
Lesa meira

Eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti frá 1. mars 2023

Frá og með 1. mars 2023 verður eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess. Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara. Ekki er tekið við PDF reikningum í gegnum tölvupóst.
Lesa meira