Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði 10. og 11. febrúar 2023. Eins og undanfarin ár er boðið upp á frábæra upplifun í Fjarðargöngunni. Brautarstæðið er einstakt og liggur meðal annars eftir götum Ólafsfjarðarbæjar. Stemmningin er frábær og allir mættir til að skora á sjálfan sig, taka þátt og hafa gaman. Vissulega er keppni líka, frábær verðlaun, happdrætti, kjötsúpa, grænmetissúpa, úrdráttarverðlaun og ég veit ekki hvað og hvað.
Fjarðargangan hefst á föstudagskvöldinu 10. febrúar með “NÆTUR” Fjarðargöngu og að þessu sinni er boðið upp á bæði 15 km fyrir 17 ára og eldri auk 7,5 km sem er opið fyrir alla sem treysta sér til og langar að prófa. Frábær upplifun að ganga að kvöldi til og brautin öll nánast upplýst. Höfuðljós er að sjálfsögðu skylda.
Laugardaginn 11. febrúar verður svo "aðal" Fjarðargangan þar sem öllu verður til tjaldað.
Uppselt hefur verið í Fjarðargönguna undanfarin ár og verða fjöldatakmarkanir í ár eða 500 rásnúmer til sölu í gönguna þann 11. febrúar. Fjöldatakmörkun í NÆTUR Fjarðargönguna verður 300 rásnúmer.
Stemmningin er mögnuð í Fjarðargöngunni, öll aðstaða er í miðbæ Ólafsfjarðar, startað í miðbænum og lofað einstakri upplifun og góðum móttökum.
Fjöldatakmörkun í Fjarðargönguna 11. febrúar er 500 rásnúmer samtals.
Fjarðargangan 30 km fyrir 17 ára og eldri (Íslandsganga SKÍ)
Skráningargjald 14.000 kr. Skráningu lýkur 11. febrúar kl. 09:00. Allir sem taka þátt í 30 km fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.
Fjarðargangan 15 km fyrir 13 ára og eldri
Skráningargjald 7.000 kr. Skráningu lýkur 11.febrúar kl. 09:00. Dregið í happdrætti úr skráðum þátttakendum 1.nóv, 6.des og 2.jan. Allir sem taka þátt í 15 km fá verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.
3,5 eða 7,5 km ekkert aldurstakmark (þú ræður vegalengdinni)
Skráningargjald 3.000 kr, Skráningu lýkur 11. febrúar kl. 09:00. Allir þátttakendur fá verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.
Fjöldatakmörkun í “NÆTUR” Fjarðargönguna 10. febrúar er 300 rásnúmer samtals.
NÆTUR Fjarðargangan 10. febrúar 15 km fyrir 17 ára og eldri.
Skráningargjald 8.000 kr. Skráningu lýkur 10. febrúar kl. 19:00.
NÆTUR Fjarðargangan 10. febrúar 7,5 km fyrir ALLA sem treysta sér til.
Skráningargjald 4.000 kr. Skráningu lýkur 10. febrúar kl. 19:00.
Allir sem taka þátt í NÆTUR Fjarðargöngunni fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til minningar.
Báðar göngurnar !!
Nætur Fjarðargangan 15 km 10. febrúar og Fjarðargangan 30 km 11. febrúar 17 ára og eldri. Skráningargjald í 18.000 kr.
Drög að dagskrá 10.-11. febrúar 2023
Föstudaginn 10. febrúar:
Afhending gagna
Nætur Fjarðargangan kl 22:00
Laugardag 11. febrúar
08-10: Afhending gagna, brautarlýsing, útdráttarverðlaun.
11:00: Fjarðargangan - allir flokkar ræstir
13:00: Veitingar í Tjarnarborg,
15:00 Verðlaunaafhending.
Nánari upplýsingar:
Skráning fer fram á netskraning.is/fjardarganga
Facebook: Fjarðargangan
Heimasíða Skíðafélags Ólafsfjarðar: www.skiol.is
Verið hjartanlega velkomin í Fjallabyggð!