Fréttir

Kynningarfundur - nýbyggingar við Vallarbraut á Malarvelli

Kynningarfundur varðandi framkvæmdir við Vallarbraut á Malarvellinum og hugsanleg kaup á nýjum íbúðum fer fram í Bláa húsinu, þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 16:00. Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem hefur yfirumsjón með verkinu mun fara yfir þær framkvæmdir sem eru í farvatninu og tímalínu þeirra. Eins mun hann sýna teikningar af húsum og íbúðum og svara spurningum áhugasamra kaupenda.
Lesa meira

20 ára og eldri velkomnir í opna hreyfitíma í þessari viku í íþróttahúsum Fjallabyggðar

Ákveðið að bjóða íbúum 20 ára og eldri í síðustu opnu hreyfitímana fyrir páska. Þriðjudaginn 28. mars kl. 17:30 - 18:30 á Siglufirði og miðvikudaginn 29. mars kl. 17:00 - 18:00 í Ólafsfirði. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag ákvað að framlengja verkefnið með fjórum tímum í viðbót í Ólafsfirði eftir páska, þar sem mikil þátttaka hefur verið í opnum tímum þar. Allir íbúar Fjallabyggðar 20 ára og eldri eru velkomnir í tímana sem verða miðvikudagana 12. apríl, 19. apríl, 26. apríl og 3. maí. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur.
Lesa meira

Aukin hæfni starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Aukin hæfni starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu á Norðurlandi Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 27. mars, 11:00 - 14:00 á Hótel KEA, Akureyri
Lesa meira

Leysingar Alþýðuhúsinu á Siglufirði um páskana 7. - 9. apríl

Föstudaginn langa 7. apríl kl. 14.00 hefst árlega listahátíðin Leysingar í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Hátíðin stendur í þrjá daga og er boðið upp á sýningu í Kompunni, þrjá gjörninga, upplestur ljóða og tvenna tónleika.
Lesa meira

Styrjueldi í Ólafsfirði

Mikið var um að vera í húsnæði Norðlenzka Styrjufjelagsins efh í Ólafsfirði þegar að bæjarstjóri Fjallabyggðar Sigríður Ingvarsdóttir og Bragi Kristjbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála voru þar á ferðinni. Eyþór Eyjólfsson framkvæmdastjóri félagsins segir að nú á næstunni verði farið í að strjúka hrogn og svil úr hluta af fiskinum með sérstakri aðferð.
Lesa meira

Karlakór Fjallabyggðar sýnir frá starfsemi sinni á Instagram

Nú er Karlakór Fjallabyggðar kominn á Instagram auk Facebook síðunnar sem hefur verið virk í nokkur ár. Instagram reikningur karlakórsins leyfir fólki að skyggnast bakvið tjöldin og sýnir frá starfsemi kórsins. Karlakórinn á Instagram: https://www.instagram.com/karlakor_fjallabyggdar/
Lesa meira

Nýr Sigurvin kemur í heimahöfn

Nýja björgunarskipið Sigurvin kemur í heimahöfn á Siglufirði laugardaginn 25. mars nk. Sigurvin siglir inn fjörðinn kl. 13:45 og áætlað að hann verði við bryggju kl. 14:00. Kaffiveitingar á Kaffi Rauðku að athöfn lokinni. Allir velkomnir.
Lesa meira

Nýbyggingar við Vallarbraut á Malarvelli

Kynningarfundur varðandi framkvæmdir við Vallarbraut á Malarvellinum og hugsanleg kaup á nýjum íbúðum fer fram í Bláa húsinu, þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 16:00. Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem hefur yfirumsjón með verkinu mun fara yfir þær framkvæmdir sem eru í farvatninu og tímalínu þeirra. Eins mun hann sýna teikningar af húsum og íbúðum og svara spurningum áhugasamra kaupenda. Vonumst til að sjá sem flesta – Kaffi á könnunni.
Lesa meira

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+ Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 12:00
Lesa meira

Opnir fundir fyrir ferðaþjónustuaðila vorið 2023

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.
Lesa meira