Fréttir

Karlakór Fjallabyggðar sýnir frá starfsemi sinni á Instagram

Nú er Karlakór Fjallabyggðar kominn á Instagram auk Facebook síðunnar sem hefur verið virk í nokkur ár. Instagram reikningur karlakórsins leyfir fólki að skyggnast bakvið tjöldin og sýnir frá starfsemi kórsins. Karlakórinn á Instagram: https://www.instagram.com/karlakor_fjallabyggdar/
Lesa meira

Nýr Sigurvin kemur í heimahöfn

Nýja björgunarskipið Sigurvin kemur í heimahöfn á Siglufirði laugardaginn 25. mars nk. Sigurvin siglir inn fjörðinn kl. 13:45 og áætlað að hann verði við bryggju kl. 14:00. Kaffiveitingar á Kaffi Rauðku að athöfn lokinni. Allir velkomnir.
Lesa meira

Nýbyggingar við Vallarbraut á Malarvelli

Kynningarfundur varðandi framkvæmdir við Vallarbraut á Malarvellinum og hugsanleg kaup á nýjum íbúðum fer fram í Bláa húsinu, þriðjudaginn 28. mars nk. kl. 16:00. Grétar Sigfinnur Sigurðarson sem hefur yfirumsjón með verkinu mun fara yfir þær framkvæmdir sem eru í farvatninu og tímalínu þeirra. Eins mun hann sýna teikningar af húsum og íbúðum og svara spurningum áhugasamra kaupenda. Vonumst til að sjá sem flesta – Kaffi á könnunni.
Lesa meira

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+

Formleg opnun verkefnisins Hátindur 60+ Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, miðvikudaginn 29. mars nk. kl. 12:00
Lesa meira

Opnir fundir fyrir ferðaþjónustuaðila vorið 2023

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.
Lesa meira

Sorptunnur fyrir pappír/pappa og plast losaðar á sama tíma

Útgefið sorphirðudagatal 2023 heldur gildi sínu við nýtt fyrirkomulag sorplosunar. Á þeim dögum sem merktir eru grænni tunnu verður tunna fyrir plast losuð samhliða þeirri fyrir pappír/pappa. Þetta er framkvæmanlegt vegna þess að notast er við tveggja hólfa sorphirðubíl. Mögulega tekur losun tunnu fyrir pappír/pappa og tunnu fyrir plast því lengri tíma, jafnvel alla viðkomandi viku.
Lesa meira

Fegrum Fjallabyggð - Nú kjósum við

Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð sem fer fram dagana 13. - 26. mars. Allir íbúar Fjallabyggðar sem eru 15 ára á árinu og eldri geta tekið þátt með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Áætlaðar eru 10 millj. í verkefni í Ólafsfirði og 10 millj. á Siglufirði. Fegrum Fjallabyggð er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri verkefna í nærumhverfi íbúa í Fjallabyggð. Verkefnið hefst í janúar 2023 og lýkur að hausti 2024. Markmiðið er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku.
Lesa meira

Skipulagslýsing – Upphaf vinnu við deiliskipulag kirkjugarðs á Saurbæjarási, Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhugaðri deiliskipulagsvinnu kirkjugarðsins á Saurbæjarási. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Kanon arkitektum koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.
Lesa meira

Samráðsfundur með ferðaþjónustu á Tröllaskaga

Þann 1. mars sl. héldu Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð og SSNE opinn samráðsfund með ferðaþjónustuaðilum á Tröllaskaga. Fundurinn var haldinn í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Mjög góð mæting var á fundinn en um 40 manns mættu og tóku þátt í umræðum um ferðaþjónustu á svæðinu.
Lesa meira

227. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 227. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 8. mars 2023 kl. 17.00
Lesa meira