Rafræn sundkort og líkamsræktarkort https://fjallakort.is/ eru komin í loftið fyrir íbúa og gesti Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar. Hægt er að kaupa staka miða, skipta kort og tímabilskort. Í stað þess að fá kort í hendurnar sækir fólk stafrænt kort og setur það í snjallsímann sinn.
Til að kaupa kort þarf að fara inn á fjallakort.is, velja hvaða kort skal kaupa og fara síðan í gegnum greiðsluferli til að greiða fyrir kortið. Þegar kort (önnur kort en stakir miðar) eru keypt þarf að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum.
Íbúar 67 ára og eldri geta sótt kort sér að kostnaðarlausu.
Til að sækja kortið í símann þurfa Android notendur að sækja appið "SmartWallet" í Google Play en Iphone notendur fá kortin inn í Wallet hjá sér, á sama stað og bankakort og stafræna ökuskírteinið er að finna. Síminn er opnaður, kortið borið að skanna í afgreiðslu sundlaugar og þá ertu velkominn í sund.
Fyrir þá sem ekki nota snjallsíma er hægt að fá kort með QR kóða, en mælt er með að þeir sem það geta nýti stafrænu kortin.
Allar fyrirspurnir um nýju rafrænu kortin má senda á Skarphéðinn Þórsson, forstöðumann íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar, netfang: skarphedinn@fjallabyggd.is