Fegrum Fjallabyggð - Nú kjósum við

Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð sem fer fram dagana 13. - 26. mars. Allir íbúar Fjallabyggðar sem eru 15 ára á árinu og eldri geta tekið þátt með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Áætlaðar eru 10 millj. í verkefni í Ólafsfirði og 10 millj. á Siglufirði.

Fegrum Fjallabyggð er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri verkefna í nærumhverfi íbúa í Fjallabyggð. Verkefnið hefst í janúar 2023 og lýkur að hausti 2024. Markmiðið er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku.

 

Til að kjósa ferðu á eftirfarandi link:

 fjallabyggd.betraisland.is - Fegrum Fjallabyggð 

ÞAÐ ER SVO EINFALT AÐ KJÓSA

  1. Þú ferð inn á: https://fjallabyggd.betraisland.is
  2. Smellir á Fegrum Fjallabyggð
  3. Velur Íbúakosning og skráir þig inn með rafrænum skilríkjum 
  4. Þú velur allt að þrjár hugmyndir sem þér líst best á með því að velja hjartað sem er neðst í hægra horni hugmyndar.
  5. Aðeins íbúar fæddir 2008 og fyrr með lögheimili í Fjallabyggð geta kosið.

Leiðbeiningar og upplýsingar um rafrænar íbúakosningar.