17.01.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar leitar ábendinga á fyrirhuguðu deiliskipulagsverkefni fyrir brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði. Í skipulagslýsingu, sem gefin er út af Basalt arkitektum fyrir Fjallabyggð, koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Tilgangur með útgáfu lýsingar er að tryggja aðkomu almennings og hagsmunaaðila að skipulagsferlinu á fyrstu stigum.
Lesa meira
17.01.2023
Slökkvilið Fjallabyggðar vill vekja athygli húseigenda og forráðamanna fyrirtækja á að huga að snjóhengjum og grýlukertum á húseignum sínum. Mikil hætta getur skapast falli grýlukerti eða snjóhengjur niður. Eigendur og umráðamenn fasteigna eru hvattir til þess að gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir óhöpp eða sl
Lesa meira
17.01.2023
Fjallabyggð óskar eftir verðtilboði í verkið: Ræsting fyrir Leikskóla Fjallabyggðar. Leikhólar Ólafsfirði.
Verkið felst í reglulegri ræstingu og sumarhreingerningu á starfsstöð Leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði (Leikhólum) samkvæmt útboðslýsingu.
Lesa meira
16.01.2023
Lífshlaupið verður ræst þann 1. febrúar og stendur keppnin yfir í þrjár vikur fyrir vinnustaði en tvær vikur fyrir grunn- og framhaldsskóla. Allar upplýsingar um skráningu, myndrænar leiðbeiningar um það hvernig maður skráir sig til leiks í Lífshlaupið sem og reglur má finna á https://lifshlaupid.is/lifshlaupid/
Lesa meira
13.01.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. janúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig auglýsir Bæjarstjórn Fjallabyggðar hér með tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Siglufjarðar samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa meira
13.01.2023
Sveitarfélögin á Norðurlandi vestra ásamt Fjallabyggð ákveðið að reka saman barnaverndarþjónustu sem kallast nú Barnaverndarþjónusta Mið-Norðurlands.
Lesa meira
12.01.2023
Árlega veitir Fjallabyggð félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum styrki til til hinna ýmsu málefna sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
Lesa meira
10.01.2023
Fegrum Fjallabyggð er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri verkefna í nærumhverfi íbúa í Fjallabyggð. Verkefnið hefst í janúar 2023 og lýkur að hausti 2024. Markmiðið er að virkja almenning til þátttöku í lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku.
Lesa meira
10.01.2023
Gengið hefur verið frá samningi milli Fjallabyggðar og Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar um fjármögnun á nýju björgunarskipi fyrir Siglufjörð.
Lesa meira
10.01.2023
Vinsamlegast athugið að ekki verður hægt að losa brúnu tunnuna skv. sorphirðudagatali í dag þriðjudaginn 10. janúar vegna fannfergis og snjómoksturs. Stefnt er að því að losa brúnar tunnur á morgun miðvikudag og fimmtudag á Siglufirði og á föstudaginn í Ólafsfirði.
Lesa meira