Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu á Siglufirði:
Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. janúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst m.a. í að staðsetning göngu- og hjólastíga hefur verið breytt, sleppisvæði við hótel bætt við, miðeyjum bætt við gönguþveranir, deiliskipulagsmörk lagfærð og hringtorgi við Norðurtún breytt í T-gatnamót.
Tillaga að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Siglufjarðar:
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi þjóðvegar í þéttbýli Siglufjarðar samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þjóðvegur í þéttbýli á Siglufirði liggur frá Siglufjarðarvegi (76) að sunnanverðu við gatnamót Norðurtúns um Snorragötu að gatnamótum Gránugötu/Suðurgötu og áfram til norðurs eftir Túngötu að gatnamótum Hvanneyrarbrautar/Hlíðarvegar og þaðan til norðurs eftir Hvanneyrarbraut að Hólavegi. Jafnframt er tengibraut frá gatnamótum við Snorrabraut/Túngata um Gránugötu og Tjarnargötu að höfninni, 420 m. Heildarlengd er um 2,6 km. Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er að móta og ákveða gerð umferðarmannvirkja og umhverfi þeirra með þeim hætti að stuðlað sé að auknu öryggi allra vegfarenda í umferðinni og ásættanlegri sambúð byggðar og vegar.
Tillögur að breyttu deiliskipulagi Snorragötu og nýju deiliskipulagi þjóðvegarins verða til sýnis á bæjarskrifstofu að Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 13. janúar til og með 24. febrúar 2023. Tillögurnar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til föstudagsins 24.febrúar 2023. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast Írisi Stefánsdóttur skipulagsfulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.
Skipulagsfulltrúi
Deiliskipulag Snorragötu - með gildandi skipulagi
Deiliskipulag-Þjóðvegur í þéttbýli Fjallabyggðar-Siglufjörður-Greinargerð
Deiliskipulag-Þjóðvegur í þéttbýli Fjallabyggðar-Siglufjörður-Uppdrættir A B C
Deiliskipulag-Þjóðvegur í þéttbýli Fjallabyggðar-Siglufjörður-Uppdrættir D E F
Deiliskipulag-Þjóðvegur í þéttbýli Fjallabyggðar-Siglufjörður-Uppdrættir G H I
Deiliskipulag-Þjóðvegur í þéttbýli Fjallabyggðar-Siglufjörður-Yfirlitsuppdráttur