Fréttir

Brúnar tunnur verða losaðar á miðvikudag, fimmtudag og föstudag í Fjallabyggð - Hugum að aðgengi að tunnum !

Vinsamlegast athugið að ekki verður hægt að losa brúnu tunnuna skv. sorphirðudagatali í dag þriðjudaginn 10. janúar vegna fannfergis og snjómoksturs. Stefnt er að því að losa brúnar tunnur á morgun miðvikudag og fimmtudag á Siglufirði og á föstudaginn í Ólafsfirði.
Lesa meira

225. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

225. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 11. janúar 2023 kl. 17.00
Lesa meira

Lausar lóðir sýnilegar á Kortavef Fjallabyggðar

Á kortavef Fjallabyggðar er nú hægt að sjá þær lóðir sem lausar eru til umsóknar. Á kortavefnum er einnig hægt að fá upplýsingar um stærð lóða og hámarks byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi.
Lesa meira

Opnunarathöfn Will Owen - Kompan Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Will Owen opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði föstudaginn 6. janúar nk. kl. 16.30 - 18.00. Sýningin stendur út janúar og er opin þegar skilti er úti. Dumplingar verða framreiddir
Lesa meira

Samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna móttöku skemmtiferðaskipa undirritaður

Í gær undirrituðu Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri og Aníta Elefsen safnstjóri samstarfssamning milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafn Íslands um markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem ákjósanlegum viðkomustað skemmtiferðaskipa. Bæjarráð samþykkti samningin fundi sínum þann 3. janúar sl.
Lesa meira

Bjartur lífsstíll 55+ kynningarfundur 5.janúar

Skíðafélagi Ólafsfjarðar langar að kanna áhuga á því að hafa vikulegar æfingar/dagskrá fyrir 55 ára og eldri en hugmyndin byggir á verkefninu Bjartur Lífsstíll.
Lesa meira

Tilkynning vegna skilaboðs sem sent var í nafni Sportabler

Í morgunsárið 02.01 var brotist inn á ytra kerfi sem við tengjumst til að senda ýtiboð, e. push notifications. Þetta snýr að þvi að send var tilkynning (push notification) í nafni Sportabler á 30.367 Android notendur. Ekki var sent á iPhone (iOS) notendur, og fengu þeir því ekki skilaboðin.
Lesa meira

Frístundastyrkur barna á aldrinum 4-18 ára og Sportabler.

Frístundastyrkur Fjallabyggðar til barna á aldrinum 4 – 18 ára, að báðum árum meðtöldum, hækkaði um 5000 kr eða í 45.000 kr þann 1. janúar 2023. Barnið fær frístundastyrk frá 1. janúar árið sem það er 4ja ára og til loka ársins sem það verður 18 ára. Frístundastyrknum er úthlutað gegnum kerfi sem heitir Sportabler.
Lesa meira

Samráðsfundur í Tjarnarborg vegna úthlutunar byggðakvóta

Opinn samráðsfundur verður haldinn í Tjarnarborg fimmtudaginn 5. janúar kl. 17:00 um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2022-2023.
Lesa meira