Will Owen opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði föstudaginn 6. janúar nk. kl. 16.30 - 18.00.
Sýningin stendur út janúar og er opin þegar skilti er úti.
Dumplingar verða framreiddir
Will Owen (Fíladelfía, Bandaríkin) kynnir röð af viðgerðum eða viðhaldsverkum sem eiga í glímu við siðferði og siðfræði samtímans. Með því að nota efnivið og tjáningarmiðla af margvíslegu tagi, meðal annars keramik, skúlptúra, hefðbundar aðferðir til að hnýta flugur, auk málverka, veltir will upp ýmsum spurningum:
Hvernig erum við ábyrg gagnvart sálrænum áföllum? Gagnvart efnislegri neyslu? Gagnvart öðrum dýrategundum sem og okkar eigin?
Hvernig búum við til hluti sem rotna vel? Hvernig varðveitum við hluti þegar þeir hrörna og brotna niður?
Er hægt að nota sveppi og eiginleika þeirra til að draga eiturefni úr jarðvegi og nota sem glerung á leirmuni?
Breyta sálræn áföll upplifun okkur á öðrum?
Will Owen byggir hér á útskriftarsýningu sinni frá UPenn í Fíladelfíu, en hann útskrifaðist þaðan með meistaragráðu í myndlis. Á þeirri sýningu velti hann upp svipuðum siðferðilegum spurningum, en þar, eins og hér, gerir will sér mat úr hefðbundnum handíðum Appalachiafjalla, vísunum í íþróttir, líffræðitilraunum og matvælum, allt efni sem kallast á við brýnustu mál samtímans. Það er engar lausnir að finna á þessari sýningu, né heldur siðavendni, heldur bara tilraunir og sjónrænar tillögur.