Samningur milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafns Íslands vegna móttöku skemmtiferðaskipa undirritaður
Gengið hefur verið frá samstarfssamningi milli Fjallabyggðar og Síldarminjasafn Íslands um markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem ákjósanlegum viðkomustað skemmtiferðaskipa. Bæjarráð samþykkti samninginn fundi sínum þann 3. janúar sl. Það voru þær Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri og Aníta Elefsen, safnstjóri sem undirrituðu samninginn í Bátahúsinu í gær.
Samkomulagið gildir frá 1. janúar 2023 og er uppsegjanlegt að beggja hálfu með sex mánaða fyrirvara.
Fjallabyggðarhafnir eru aðili að hagsmunasamtökunum Cruise Iceland og Cruise Europe og verður Siglufjarðarhöfn markaðssett sem ákjósanlegur viðkomustaður skemmtiferðaskipa.
Þegar hafa verið bókaðar 30 skipakomur sumarið 2023.
Fjallabyggð hefur nýverið myndað sér stefnu til framtíðar í málaflokknum undir heitinu: Fjölbreytt og örugg hafnarstarfsemi; Stefna Fjallabyggðarhafna 2022-2030. Í stefnunni kemur meðal annars fram það markmið að Siglufjarðarhöfn verði leiðandi í þjónustu við stærri skip í sjávarútvegi og ferðaþjónustu.
Samkomulagið er aðgengilegt hér og undir útgefið efni á heimasíðu Fjallabyggðar.