09.05.2023
Fjallabyggð vekur athygli á kynningarfundi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem haldinn verður á morgun miðvikudag 10. maí kl. 12:00. Kynningarfundurinn verður á zoom og fjallar um átak sem snýr að fjárfestingum í sprotafyrirtækjum sem komin eru stutt á veg í sinni þróun.
Lesa meira
09.05.2023
Eins og síðustu ár mun Fjallabyggð birta rafrænt yfirlit/dagatal yfir afþreyingu og frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2023.
Þar með verða upplýsingar um það sem er í boði til afþreyingar og dægrastyttingar fyrir þann aldurshóp aðgengilegar á einum stað á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lesa meira
08.05.2023
Laugardaginn 20. maí kl. 11:00 í Ráðhússal Fjallabyggðar, Gránugötu 23, Siglufirði mun Björn Z. Ásgrímsson flytja erindi um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum. Eftir erindið verður sameinast í bíla og ekið út í Fljót þar sem gengin verður gönguleiðin Hlöðnuvík - Hraunakrókur.
Lesa meira
08.05.2023
Hátindur 60+
Opinn Kynningarfundur mánudag 15. maí kl. 16:00 í Tjarnaborg.
Mánudaginnn 15. maí nk. mun Birna frá U3A Reykjavík kynna Háskóla þriðja æviskeiðsins. Kynningarfundurinn verður haldinn í Tjarnarborg og hefst kl. 16:00.
Lesa meira
05.05.2023
Vorhátíð 5.-7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar, verður haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði þriðjudaginn 9. maí kl. 17:30.
Aðgangseyrir fyrir nemendur 1.-4. bekkjar og 8.-10. bekkjar er 500 krónur og fyrir 16 ára og eldri er aðgangseyrir 1500 krónur.
Rúta fer frá grunnskólanum Norðurgötu kl. 17:00 og til baka að sýningu lokinni.
Allir velkomnir!
Lesa meira
03.05.2023
Eyrarrósin 2023, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhent í átjánda sinn í dag miðvikudaginn 3. maí, við hátíðlega athöfn á Hvammstanga. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin.
Lesa meira
02.05.2023
Sveinn Ingi Guðjónsson, nemandi í 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar kom í starfskynningu á bæjarskrifstofuna í dag þriðjudaginn 2. maí.
Lesa meira
02.05.2023
228. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 3. maí 2023 kl. 17.00
Lesa meira
28.04.2023
Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar einkasýninguna Það sem jökultíminn skapar í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 6. maí klukkan 14.00. Þann sama dag kl. 16.00 mun Jóna Hlíf vera með listamannaspjall. Sýningin stendur til 21. maí nk.
Lesa meira
28.04.2023
Blóðsöfnun!
Blóðbankabíllinn verður við Íþróttamiðstöðina á Dalvík þriðjudaginn 2. maí frá kl. 14:30 - 18:30.
Allir velkomnir.
Lesa meira