02.06.2023
Fjallabyggð færir öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra þakkir fyrir þeirra mikilvægu störf og árnaðaróskir í tilefni sjómannadagsins.
Lesa meira
01.06.2023
Ef samningar nást ekki milli sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB mun hluti starfsfólks sveitarfélagsins leggja niður störf frá og með mánudeginum 5. júní 2023 til og með miðvikudeginum 5. júlí 2023, þar sem Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþágu er innan BSRB. Að svo stöddu ná verkfallsboðanir til félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum, íþróttamannvirkjum, leikskólum, bæjarskrifstofu, þjónustumiðstöð og Fjallabyggðarhöfnum. Í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar er verkfallið ótímabundið.
Lesa meira
01.06.2023
ATH ! Gestir sem ætla að fylgjast með viðburðum á Sjómannadaginn sem fram fara í sundlauginni á Ólafsfirði eru vinsamlegast beðnir um að ganga inn ofan við ræktina og beint á sundlaugarbakka. Athugið að ganga ekki gegnum búningsklefa út að laug.
Gleðilegan Sjómanndag
Lesa meira
01.06.2023
Vegna framkvæmda í Hafnarfjalli fyrir ofan Siglufjörð er mjög mikil hætta á grjóthruni úr fjallinu og er því öll óviðkomandi umferð ofan snjóflóðavarnargarðanna bönnuð milli kl. 07:00-17:00 mánudaga til laugardaga.
Lesa meira
31.05.2023
Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði fékk þann heiður að fá ramp númer 550 í verkefninu ,,Römpum upp Ísland“. Vígsla rampsins fór fram í dag, miðvikudaginn 31. maí við Íþróttamiðstöðina. Við vígsluna sagði Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri Fjallabyggðar nokkur orð og þakkað Haraldi Þorleifssyni og hans teymi fyrir frábært framtak. Að því búnu fékk Hanna Maronsdóttir heldri-borgari og íbúi í Ólafsfirði það verðuga hlutverk að klippa á borðann og vígði rampinn þar með formlega. Fjallabyggð bauð svo gestum upp á léttar veitingar í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar.
Lesa meira
30.05.2023
Samkvæmt Þjóðskrá eru núna akkúrat 2000 íbúar með lögheimili í Fjallabyggð. Þar af eru íslenskir ríkisborgarar 1805 talsins og erlendir ríkisborgarar 195. Meðalaldur íbúa í Fjallabyggð er 43 ár og er elsti íbúinn 98 ára.
Á myndinni má sjá fulltrúa yngstu kynslóðarinnar á fundi bæjarstjóra.
Lesa meira
26.05.2023
Í dag eru tímamót á bæjarskrifstofunni þegar hún Biddý okkar, Brynhildur Baldursdóttir, lýkur sinni síðustu vakt eftir langan starfsferil sem spannar rúm 43 ár. Biddý hóf störf hjá Siglufjarðarkaupstað 1. janúar 1980 og hefur upplifað tímana tvenna og nokkur tímamót í sögu bæði Siglufjarðar og sameinuðu sveitarfélagi Fjallabyggð. Biddý hefur meðal annars unnið með 11 bæjarstjórum og verið ein af okkar dýrmætustu starfsmönnum, þjónað bæjarbúum af samviskusemi og dugnaði. Síðasti starfsdagur hennar er í dag 26. maí.
Lesa meira
25.05.2023
Mikið hefur borið á því að fólk sé að keyra inn á flugbrautina eða sleppa þar hundum sínum lausum. Flugbrautin er opin lendingarstaður og er því ítrekað að öll óviðkomandi umferð á flugvellinum er bönnuð
Lesa meira
25.05.2023
Tilkynning !
Yfirvofandi er vinnustöðvun félagsmanna Kjalar í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar. Vinnustöðvun mun vara dagana 27.-29. maí ef kjarasamningar BSRB við Samninganefnd sveitarfélaga nást ekki fyrir þann tíma.
Af þessum sökum verður lokað í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar laugardaginn 27. maí og hvítasunnudag 28. maí.
Mánudaginn 29. maí, annan í hvítasunnu er íþróttamiðstöðin á Siglufirði opin kl. 10:00-14:00, en lokað í íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði.
Lesa meira
25.05.2023
Markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar, Linda Lea Bogadóttir leit við í Alþýðuhúsinu og færði Aðalheiði blóm og hamingjuóskir með verðskuldaða viðurkenningu og þakkir fyrir hið gríðarlega mikla og góða starf sem hún hefur gefið til samfélagsins á síðastliðnum áratug.
Lesa meira