Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Verslun og þjónusta í Skarðsdal, Siglufirði – nýr landnotkunarreitur

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 8. febrúar sl. að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu.

Breytingin gerir ráð fyrir nýjum landnotkunarreit fyrir verslun og þjónustu í Skarðsdal á Siglufirði.

 Tillaga

Tillaga að deiliskipulagi fyrir þjónustuhús og smáhýsi við Skarðsveg, Siglufirði:

Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir þjónustuhús og smáhýsi við Skarðsveg á Siglufirði, samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið er 2,3 ha. að stærð og afmarkast af Skarðsvegi til suðurs og læk til norðurs. Austur og vestur mörk skipulagssvæðisins verða mörkuð með hnitum. Helsta viðfangsefni deiliskipulagsins er að gera ráð fyrir 10 smáhýsum auk þjónustubygginga til útleigu og styrkja ferðaþjónustu innviði á svæðinu.

Tillaga

Tillögur að breyttu aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslum eru til sýnis á bæjarskrifstofu að Gránugötu 24, Siglufirði frá og með 9. febrúar til og með 28. mars 2023. Tillögurnar verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Fjallabyggðar, www.fjallabyggd.is.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar til þriðjudagsins 28. mars 2023. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast Írisi Stefánsdóttur skipulagsfulltrúa annað hvort í Ráðhús Fjallabyggðar á Gránugötu 24, Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is.

 Skipulagsfulltrúi