Stofnun samráðshóps um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Stofnun samráðshóps um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að setja á fót samráðshóp um stefnumótun og framtíðarsýn íþróttastarfs í Fjallabyggð.

Samráðshópnum er m.a. ætlað að fjalla um stefnumótun til framtíðar um metnaðarfulla uppbyggingu fjölbreytts íþróttastarfs fyrir íbúa Fjallabyggðar á öllum aldri. Styrkjakerfi sveitarfélagsins til íþróttamála með tilliti til þess hvernig hægt sé að hvetja til sameiningar íþróttafélaga í sömu grein innan sveitarfélagsins. Framtíðarsýn í uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu til íþróttaiðkunar innan húss og utan. Að ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins sé forgangsraðað á þann hátt að þeir nýtist fjöldanum.

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í samráðshópinn f.h. bæjarstjórnar Fjallabyggðar: Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atli Einarsson, Þorgeir Bjarnason.  Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir í samráðshópinn f.h. ÚÍF: Óskar Þórðarson, Dagný Finnsdóttir, Elsa Guðrún Jónsdóttir, Sigurgeir Haukur Ólafsson, Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson.

Að auki eru aðrir hagsmunaaðilar íþróttamála í Fjallabyggð, starfsmenn, nefndir og ráð sveitarfélagsins kallaðir til samstarf eftir þörfum s.s. fræðslu- og frístundanefnd, ungmennaráð, stýrihópur um heilsueflandi samfélag, öldungaráð og fulltrúi Leyningsáss.

Samstarfshópnum er ætlað að hefja störf í febrúar 2023.