Sorphirða í dag

Tafir urðu á sorphirðu í Fjallabyggð í gær vegna veðurs af þeim sökum verður almennt sorp fjarlægt í dag og á föstudaginn bæði í Ólafsfirði og á Siglufirði. 

Íbúar eru hvattir til að moka frá sorptunnunum og hafa greiða leið að þeim fyrir þá sem koma og losa þær. Ef aðgengi að sorptunn­um er slæmt og íbú­ar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfs­fólks sorp­hirðunn­ar, verða tunnur ekki tæmdar.

Hér eru helstu ástæður fyrir því að ekki er hægt að losa tunnur:
  • Ekki búið að moka frá tunnum svo ekki er hægt að ná í þær.
  • Frosnar hurðar og ekki hægt að opna þær.
  • Frosnir lásar að sorpgeymslum, –gerðum og –skápum svo ekki er hægt að komast að tunnum.
  • Bílar fyrir sem hefta aðgengi starfsfólks og hirðubíls.


Sorphirða Fjallabyggðar.