Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð - frestur til 7. febrúar

Opið er fyrir umsóknir í Hönnunarsjóð en um er ræða almenna- og ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 7. febrúar 2023 og fer úthlutun fram þann 9. mars 2023.

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. 

Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.

Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.

Framlag til Hönnunarsjóðs hefur verið hækkað um 30 milljónir og stækkar því sjóðurinn úr 50 milljónum í 80 milljónir króna 2023. Stækkun sjóðsins er liður í áherslu menningar- og viðskiptaráðherra Lilju D. Alfreðsdóttur á að efla þróun á sviði hönnunar og arkitektúrs með það að mark­miði að auka verðmæta­sköp­un og lífs­gæði með mark­viss­um hætti. 

Sjóðurinn var settur á laggirnar árið 2013 og hefur framlag til hans verið 50 milljónir undanfarin ár, að undanskildu árinu 2020 þegar sjóðnum barst aukafjárveiting frá stjórnvöldum vegna Covid. Mikil þörf var fyrir sérstakan hönnunarsjóð þegar hann var stofnaður en innan hans hefur frá upphafi verið unnið mikilvægt og verðmætaskapandi starf. Hönnunarsjóður hefur styrkt fjölbreytileg verkefni á öllum sviðum hönnunar og arkitektúrs. Frá upphafi hafa 386 verkefni hlotið styrki og 

Í kjölfarið á hækkuninni hefur stjórn samþykkt eftirfarandi breytingar: 

  • Hámarksupphæð styrkja verður 10 milljónir króna
  • Ferðastyrkir hækka úr 100 þúsund í 150 þúsund hver. 

Breytingar taka gildi þegar í stað en opið er fyrir umsóknir í fyrri úthlutun ársins 2023. Umsóknarfrestur er 7. febrúar og úthlutun áætluð 9. mars næstkomandi. 

UMSÓKNARFRESTIR 2023

Almennir- & ferðastyrkir

1. desember 2022 – 7. febrúar 2023
Úthlutun 9. mars 2023

Almennir- & ferðastyrkir

3. apríl – 21. september
Úthlutun 19. október 2023

 

Heimasíða Hönnunarsjóðs  Sækja um