Skrifstofa ráðherra óháð staðsetningu 2023
Mynd: hvin
Málefni ráðuneytisins eiga við um land allt og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, staðsetur skrifstofu sína víðsvegar um landið á kjörtímabilinu. Nú er komið að Fjallabyggð.
Skrifstofa ráðherra verður þannig staðsett á Siglufirði hluta dags í dag 28. mars og á miðvikudag 29. mars.
Á hverri starfsstöð eru öll áhugasöm velkomin á opna viðtalsíma. Í þetta skiptið fara þeim fram milli kl. 15 og 16 í Regus á Siglufirði. Á opnum viðtalstímum gefst tækifæri til að eiga stutt, milliliðalaust spjall við ráðherra um málefni sem undir ráðuneytið heyra, t.d. koma með ábendingar um þau eða viðra hugmyndir. Þá eru fyrirtækjaheimsóknir einnig hluti af dagskrá ráðherra auk þess sem hún sinnir hefðbundnum störfum í fjarvinnu.
Það væri alveg frábært ef þið mynduð setja frétt eða tilkynningu um þetta á miðla sveitarfélagsins. Í viðhengi eru myndir sem ykkur er velkomið að nota. Alla frekari upplýsingar um verkefnið „Skrifstofa ráðherra óháð staðsetningu“ má nálgast hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/01/06/Skrifstofa-radherra-ohad-stadsetningu-2023/