Aukin hæfni starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu á Norðurlandi

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Áfangastaða- og Markaðsstofur landshlutanna bjóða ferðaþjónustuaðilum á opna fundi vorið 2023. Á fundunum verður sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu og verður sérstaklega rætt um mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.

Alls verða átta fundir um allt land. Dagskrá hvers fundar er sérsniðin að svæðinu og verða málefnin í takt við það sem brennur á ferðaþjónustunni hverju sinni. Á fundunum munu fyrirtæki og hagaðilar deila reynslusögum, góðum ráðum og ræða helstu áskoranir tengdar þjónustugæðum og þjálfun starfsfólks. Auk þess verður boðið upp á pallborð og opnar umræður.

Léttar veitingar verða í boði fyrir þátttakendur.  Hægt verður að horfa á fundinn í streymi, en skráning er nauðsynleg hvort sem fólk ætlar að mæta eða horfa á streymi.

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn.

Mánudaginn 27. mars, 11:00 - 14:00 á Hótel KEA, Akureyri

11:00 - 11:05 Dagskrá fundar kynnt
Fundarstjóri, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála

11:05 - 11:15 Ferðaþjónusta og nærsamfélagið
Jóhannes Þór Skúlason, Samtök ferðaþjónustunnar

11:15 - 11:35 Ráðgjöf og stuðningur fyrir stjórnendur
Margrét Wendt og Valdís Steingrímsdóttir, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar
 
11:35 - 12:00 Þjónusta sem skapar aðdáendur
Bjartur Guðmundsson, leikari, fyrirlesari og þjálfari
 
12:00 - 12:45 Hádegismatur
 
12:45 - 13:00 Heildin er sterkari en hlutarnir
Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
 
13:00 - 13:10 Jákvæð vinnustaðamenning
Kjartan Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Skógarbaðanna
 
13:10 - 13:20 Móttaka nýliða
Hugrún Ásdís Þorvaldsdóttir, Hótelstjóri Berjaya Akureyri
 
13:20 - 13:30 Að hanna ferðaþjónustufyrirtæki; gæði, hæfni og arðsemi
Jón Heiðar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Zip line Akureyri
 
13:30 - 14:00 Umræður: Hvernig getum við veitt góða þjónustu allan ársins hring?
Umræðum stjórnar Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála.
 
Þátttakendur eru Freyr Antonsson (Arctic Sea Tours), Guðmundur Þór Birgisson (Jarðböðin við Mývatn), Jóhannes Geir Sigurðsson (Lamb Inn), Sigrún Árnadóttir (Höldur) og Tómas Hannesson Árdal (Arctic Hotels)