Úrgangsmál í Fjallabyggð

Innleiðing fjórða ílátsins við heimili

Allir íbúar Fjallabyggðar eiga nú að hafa fengið afhent fjórða ílátið fyrir úrgang þ.e. plast og flokka því í fjóra flokka við heimili, þ.e. almennt sorp, pappa og pappír, plast og lífrænan úrgang.

Búið er að setja viðeigandi merkingar á ílátin.

Grenndarstöðvar

Vinna er í gangi varðandi uppsetningu grenndarstöðva sem ætlunin er að setja upp á 5 stöðum í sveitarfélaginu. Á grenndarstöðvunum verður tekið á móti málmum, gleri og textíl. Íbúar geta nú losað sig við þessa úrgangsflokka á móttökustöðvum / gámaplönum en þar hafa verið sett upp sérstök ítlát fyrir þessar afurðir.

Garðaúrgangur

Búið er að setja upp opna gáma fyrir garðaúrgang við móttökustöðvar/gámaplön. Gámarnir eru staðsettir fyrir utan girðingar og eru því opin allan sólarhringinn. En tekið skal fram að ekki er heimilt að setja annan úrgang en garðaúrgang í þessa gáma. 

Útboð á sorphirðu, uppfærsla á samþykkt um sorphirðu og gjaldskrá.

Nú er í gangi vinna við útboðsgögn vegna sorphirðu í Fjallabyggð, en sveitarfélaginu ber að bjóða verkið út á Evrópska efnahagssvæðinu. Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í sumar. Samhliða þessari vinnu er einnig unnið að uppfærslu á samþykktum og gjaldskrá.