Daganna 9. til 11. maí 2023 var haldin atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Kjalar sem starfa í sundlaugum og íþróttamannvirkjum hjá Fjallabyggð um boðun verkfalls. Niðurstaðan varð sú að 6 samþykktu verkfallsboðun af alls 7 greiddum atkvæðum. Þannig samþykktu 85,71% félagsmanna verkfallsboðun. Þátttakan var 77,78% eða 7 af alls 9 sem voru á kjörskrá.
Daganna 16. til 19. maí 2023 var haldin atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Kjalar, Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, um boðun verkfalls hjá Fjallabyggð.
Niðurstaðan varð sú að 61 samþykktu verkfallsboðun af alls 70 greiddum atkvæðum. Þannig samþykktu 87,14 % félagsmanna verkfallsboðun. Þátttakan var 58,82 % eða 70 af alls 119 sem voru á kjörskrá.
Það tilkynnist hér með að vinnustöðvanir munu hefjast á miðnætti aðfaranótt 27. maí og 5. júní 2023 og verða sem hér segir:
- Vinnustöðvanir munu hefjast klukkan 00:00 laugardaginn 27. maí 2023 og standa til klukkan 23:59 mánudaginn 29. maí 2023 í sundlaugum og íþróttamannvirkjum hjá Fjallabyggð
- Ótímabundið frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 hjá félagsfólki sem starfar í Sundlaugum og Íþróttamiðstöðvum hjá Fjallabyggð.
- Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem í Leikskólum hjá Fjallabyggð.
- Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem í Ráðhúsi Fjallabyggðar hjá Fjallabyggð
- Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í Höfnum hjá Fjallabyggð.
- Frá klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023 hjá félagsfólki sem starfar í Þjónustumiðstöð hjá Fjallabyggð.
Kjölur Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu.