Fréttir

Fjallabyggð fær listaverk að gjöf

Afkomendur Dóru Jónsdóttur og Sigurðar Sigurðarsonar færðu Fjallabyggð að gjöf verk sem unnið var af Dóru í samvinnu við Höllu Haralds listakonu frá Siglufirði. Halla teiknaði myndina á striga en Dóra rýjaði úr plötulopa. Verkið vann hún meðan þau hjón bjuggu á Siglufirði en eiginmaður Dóru, Sigurður Sigurðsson var læknir á Siglufirði á árunum 1962 til 1972.
Lesa meira

Kynningarfundur um deiliskipulag hafnarsvæðis Siglufjarðar

Fimmtudaginn 28. september sl. var var haldinn, í Ráðhúsi Fjallabyggðar, kynningarfundur fyrir íbúa og hagaðila. Á fundinum voru fyrstu drög að deiliskipulagi hafnarsvæðis Siglufjarðar kynnt.
Lesa meira

Menningar-og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum

Menningar-og viðurkenningasjóður KEA auglýsir eftir styrkumsóknum Styrkúhlutun tekur til eftirfarandi flokka:
Lesa meira

Kynning deiliskipulags á vinnslustigi

Vinna er hafin við deiliskipulag hafnar- og athafnasvæðis á Siglufirði. Deiliskipulagið er unnið af Lilju Filippusdóttur hjá Lilium teiknistofu og mun hún kynna frumdrög og hugmyndafræði deiliskipulagsins fimmtudaginn 28. september nk. í Ráðhúsi Fjallabyggðar kl. 17:00.
Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna styrkumsókna úr bæjarsjóði hefur verið framlengdur til kl. 15:00 mánudaginn 25. september 2023

Opið er fyrir umsóknir um styrki úr bæjarsjóði fyrir árið 2024. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til kl. 15:00 mánudaginn 25. september 2023.
Lesa meira

Ráðgjafar SSNE verða á ferð í Fjallabyggð

Ráðgjafar SSNE verða á ferð í Fjallabyggð í næstu viku og verða með viðveru á Siglufirði og í Ólafsfirði til að veita ráðgjöf varðandi umsóknarskrif í Uppbyggingarsjóð.
Lesa meira

Íþróttavika Evrópu 2023 - Fyrirlestur, opnir blaktímar, fjölskyldudagur hjá TBS og opin æfing fyrir fullorðna í badminton

Íþróttavika Evrópu 2023 er haldin árlega dagana 23. – 30. september, undir slagorðinu BEACTIVE – sjá nánar https://www.beactive.is/ Af því tilefni mun Heilsueflandi samfélag og Hátindur 60+ bjóða upp á heilsufyrirlestur í Tjarnarborg. Blakfélag Fjallabyggðar bjóða upp á opnar æfingar út september og TBS - Tennis og badminton félag verður með opinn Fjölskyldudag og opna æfingu fyrir fullorðna.
Lesa meira

Sterk norðanátt gengur yfir Siglufjörð með vindhviðum upp á 36 m/s

Sterk norðanátt gengur yfir Siglufjörð með vindkviðum upp á 36 m/s Mikill vindur og gríðalegir vindstrengir hafa verið á Siglufirði frá því í gær, mánudaginn 18. september. Gert er ráð fyrir að veður verði eins fram eftir degi og til kvölds.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning frá lögreglu!

Í gærkveldi skemmdist hús við Aðalgötu í einni vindhviðunni þegar þak hússins fór af að stórum hluta með þeim afleiðinum að brak dreifðist um stórt svæði.
Lesa meira

Haustdagskrá Hátinds 60+

Stólajóga, jóga og slökun, fyrir byrjendur og lengra komna. Zumba Gold, Zumba er dansæfing og líkamsþjálfun tilvalið fyrir þá sem hafa gaman af dansi. Vatnslitanámskeið Jónu Bergdal, helgarnámskeið.
Lesa meira