Vetrarstarf Karlakórs Fjallabyggðar hefst að nýju eftir sumarfrí

Karlakór Fjallabyggðar á æfingu
Karlakór Fjallabyggðar á æfingu

Vetrarstarf Karlakórs Fjallabyggðar hefst 18. september næstkomandi kl. 19.  Fjórar kóræfingar eru að jafnaði í mánuði og framundan er spennandi starfsár hjá kórnum.

Æfingar fara fram í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga við Aðalgötu 27 á Siglufirði.  Í kórnum eru 35 söngfuglar. 
Stjórnendur eru þau Edda Björk Jónsdóttir kórstjóri og Guðmann Sveinsson stjórnandi hljómsveit kórsins. Karlakór Fjallabyggðar auglýsir eftir áhugasömum og söng-glöðum mönnum til liðs við þann flotta hóp sem fyrir er. 

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband á netfangið kor@kkf.is eða mæta á æfingu í létt spjall og raddprufu.

Samfélagsmiðlar kórsins:

Facebook

Instagram