Fréttir

Haustfundi ferðaþjónustu 21. nóvember af Innihald:lýst

Haustfundi markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar með aðilum innan ferðaþjónustu-, menningar-, afþreyingar- og þjónustu í Fjallabyggð sem halda átti 21. nóvember nk. í Tjarnarborg hefur verið aflýst vegna óviðráðanlegra orsaka. Nýr fundur verður boðaður í febrúar 2024. Beðist er velvirðingar á þessu. Markaðs- og menningarnefnd.
Lesa meira

Ástþór Árnason listarmaður hefur hlotið nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2024

Ástþór Árnason listamaður hefur hlotið nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2024. Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar samþykkti, á fundi sínum fimmtudaginn 9. nóvember sl., að útnefna Ástþór Árnason Bæjarlistamann Fjallabyggðar árið 2024.
Lesa meira

Grenndargámar fyrir málma, gler og textíl

Nýir grenndargámar hafa verið settir upp við flokkunarstöðvar sveitarfélagsins á Ránargötu á Siglufirði og á Námuvegi á Ólafsfirði. Tekið er á móti þremur úrgangsflokkum: Málmum, gleri og textíl. Málmar • Í málmagáminn fara meðal annars umbúðir úr málmi, sprittkertabikarar og málmlok af krukkum. • Til að tryggja sem besta endurvinnslu er mikilvægt að skola allar matarleifar úr málmumbúðum. • Allt efni á að fara laust í tunnuna ekki í lokuðum pokum • Ekki má setja raftæki, gaskúta eða kolsýruhylki í þennan flokk. Gaskútar og kolsýruhylki kunna að bera skilagjald og má skila þeim á flestar bensínstöðvar og til gasdreifingaraðila. Gler • Í glergáminn má meðal annars setja flöskur, glerumbúðir og krukkur (takið málmlok af). • Ílát þurfa að vera tóm og hrein. • Allt efni á að fara laust í tunnuna ekki í lokuðum pokum • Setjið lok og tappa með málmum eða plasti eftir því sem við á. • Í þennan flokk má ekki setja postulín, keramik eða önnur steinefni. Textíll • Textíllinn sem settur er í textílgámana fer í endurvinnslu og er ekki flokkaður til frekari endurnýtingar. • Mikilvægt er að textíll sé í lokuðum pokum.
Lesa meira

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag fyrir brimbrettaaðstöðu við Brimnestungu í Ólafsfirði.
Lesa meira

Leggjum okkar að mörkum til aðstoðar Grindvíkingum

Það hefur ekki farið fram hjá neinum það alvarlega ástand sem er uppi hjá vinum okkar í Grindavík. Hugur okkar er hjá þeim og ljóst að erfitt verkefni er fyrir höndum. Því er mikilvægt að við tökum höndum saman og aðstoðum eftir fremsta megni. Hér í Fjallabyggð er verið að fara yfir hvaða þjónustu og aðstoð við getum boðið fram s.s. varðandi möguleika á plássum í leikskóla, grunnskóla og búsetukjarna. Þar sem mjög margir eiga frístundahús hér í Fjallabyggð viljum við jafnframt hvetja þá sem geta boðið fram laust húsnæði til að skrá húsnæði á meðfylgjandin tengli: Skrá laust húsnæði.
Lesa meira

235. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 235. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði þann 9. nóvember 2023 kl. 17:00.
Lesa meira

Myrkurganga á Siglufirði - 9. nóvember 2023

Hvað býr í myrkrinu? Hvað getum við upplifað í myrkrinu? Hvaða gæðum býr myrkrið yfir? Komið í stutta myrkurgöngu og kynnist næturhimninum, gæðum myrkursins og myrkurhljóðum.
Lesa meira

Loka þarf fyrir kalt vatn á Hlíðarvegi sunnan við gatnamót Þormóðsgötu og einnig í Kirkjustíg milli kl. 10:00 – 12:00 í dag

Loka þarf fyrir kalt vatn á Hlíðarvegi sunnan við gatnamót Þormóðsgötu og einnig í Kirkjustíg. Viðgerð fer fram milli kl. 10:00 – 12:00 í dag 1. nóvember 2023.
Lesa meira

Jurtasmyrsl og krem á náttúrulegan hátt - SÍMEY námskeið í Fjallabyggð

Lærðu að búa til þín eigin smyrsl og krem, einnig að búa til baðsalt og skrúbb.
Lesa meira

Fjallabyggð og Íslenska Gámafélagið skrifuðu undir verksamning um sorphirðu í Fjallabyggð

Í dag 31. október var gerður verksamningur milli Fjallabyggðar og Íslenska Gámafélagsins um sorphirðu í Fjallabyggð frá 1. febrúar 2024 til þriggja ára samkvæmt ákvæðum útboðslýsingar.
Lesa meira