Grenndargámar fyrir málma, gler og textíl

Nýir grenndargámar hafa verið settir upp við flokkunarstöðvar sveitarfélagsins á Ránargötu á Siglufirði og á Námuvegi á Ólafsfirði. Tekið er á móti þremur úrgangsflokkum: Málmum, gleri og textíl.


Málmar

  • Í málmagáminn fara meðal annars umbúðir úr málmi, sprittkertabikarar og málmlok af krukkum.
  • Til að tryggja sem besta endurvinnslu er mikilvægt að skola allar matarleifar úr málmumbúðum.
  • Allt efni á að fara laust í tunnuna ekki í lokuðum pokum
  • Ekki má setja raftæki, gaskúta eða kolsýruhylki í þennan flokk. Gaskútar og kolsýruhylki kunna að bera skilagjald og má skila þeim á flestar bensínstöðvar og til gasdreifingaraðila.

Gler

  • Í glergáminn má meðal annars setja flöskur, glerumbúðir og krukkur (takið málmlok af).
  • Ílát þurfa að vera tóm og hrein.
  • Allt efni á að fara laust í tunnuna ekki í lokuðum pokum
  • Setjið lok og tappa með málmum eða plasti eftir því sem við á.
  • Í þennan flokk má ekki setja postulín, keramik eða önnur steinefni.

Textíll

  • Textíllinn sem settur er í textílgámana fer í endurvinnslu og er ekki flokkaður til frekari endurnýtingar.
  • Mikilvægt er að textíll sé í lokuðum pokum.