20.10.2023
Undur og stórmerki: Náttúrulögmálin
Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur verður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sunnudaginn 29. október kl. 20:00. Auk þess að lesa upp mun Eiríkur ræða við lesendur, áhorfendur og áheyrendur um sögusviðið, trú og hjátrú, ástina og svikult eðlið, náttúru manna, fjalla og hafs, og allra handa hamfarir – og hugsanlega jafnvel sýna myndir! Þá verður bókin til sölu og áritunarpenninn á lofti.
Lesa meira
19.10.2023
Tillaga að deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar
Lesa meira
16.10.2023
Starfsmenn frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International gera lekaleit á hitaveitu innan Ólafsfjarðar fyrir hönd Norðurorku.
Lesa meira
16.10.2023
Landhelgisgæslan, Umhverfisstofnun, Samgöngustofa, Fjallabyggðar Hafnir og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands Vestra verða með sameiginlega æfingu í viðbrögðum við bráðamengun í höfninni á Siglufirði á morgun.
Lesa meira
16.10.2023
Heilsueflandi Fjallabyggð býður fullorðnum íbúum í opna hreyfitíma í Íþróttahúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði í október. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur.
Mánudaginn 16. október kl. 17:30 - K-dagur í dag; Körfubolti, kóngurinn á kistunni, kviðæfingar og kannski eitthvað rólegra á kantinum, s.s. badminton.
Aðgangur ókeypis !
Lesa meira
16.10.2023
Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar 2. hæð, miðvikudaginn 18. október kl. 17:00.
Lesa meira
13.10.2023
Vakin er athygli á breytingu umferðar um suðurhluta Hólavegar á Siglufirði. Markmið breytingarinnar er bætt umferðaröryggi við gatnamótin þar sem lítið pláss er fyrir gangandi vegfarendur, sjónsvið ökumanna takmarkað og erfitt fyrir bíla að mætast.
Lesa meira
13.10.2023
Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, Við töpum öll á einsleitninni - Jafnrétti er ákvörðun, sem var haldin í gær, 12. október 2023, voru afhentar viðurkenningar Jafnvægisvogarinnar, hreyfiafls FKA – Félags kvenna í atvinnulífinu, til 56 fyrirtækja, 11 sveitarfélaga og 22 opinberra aðila. Fjallabyggð er þar á meðal og er það annað árið í röð sem Fjallabyggð hlýtur þann heiður.
Lesa meira
11.10.2023
Vegna fjölda áskorana verður Leikfélag Fjallabyggðar með aukasýningu sunnudaginn 15. október nk. kl: 20:30
Miðapantanir í síma 849-5384 Vibekka og 863-2604 Guðrún
Lesa meira
10.10.2023
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
234. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 12. október 2023 kl. 17:00.
Lesa meira