Opnir hreyfitímar Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar Ólafsfirði fyrir íbúa Fjallabyggðar.
Heilsueflandi Fjallabyggð býður fullorðnum íbúum í opna hreyfitíma í Íþróttahúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði í október. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur.
Mánudaginn 16. október kl. 17:30 - K-dagur í dag; Körfubolti, kóngurinn á kistunni, kviðæfingar og kannski eitthvað rólegra á kantinum, s.s. badminton.
Aðgangur ókeypis !
Heilsueflandi Fjallabyggð býður fullorðnum íbúum í opna hreyfitíma í Íþróttahúsi Fjallabyggðar í Ólafsfirði í október. Um er að ræða fjögur skipti ef þátttaka verður næg. Í boði verður fjölbreytt hreyfing og góður félagsskapur.
Tímarnir verða í íþróttahúsinu Ólafsfirði mánudaga í október; 9. október, 16. október, 23. október og 30. október kl. 17:30 – 18:30
Leiðbeinandi: María Bjarney Leifsdóttir íþróttakennari og Hallgrímur Þór Harðarson íþróttakennari.
Allir fullorðnir velkomnir – enginn aðgangseyrir. Tímarnir eru ekki ætlaðir börnum og unglingum.
Þátttakendur þurfa að vera í hreinum innanhúss eða strigaskóm. Þátttaka í hreyfingunni er á ábyrgð hvers og eins.
Stýrihópur um heilsueflandi samfélag.