Deiliskipulag suðurbæjar Siglufjarðar

Tillaga að deiliskipulagi suðurbæjar SiglufjarðarTillaga að deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 4. október 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi suðurbæjar Siglufjarðar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lóðirnar Suðurgata 54, Suðurgata 57, Laugarvegur 12 og 13 og Hafnargata 30 marka skipulagsmörk í norður átt. Lóðirnar eru innan afmörkunarinnar. Í vestur liggja skipulagsmörkin að deiliskipulagi snjóflóðavarna og að deiliskipulagi Snorragötu austan megin. Í suður liggja mörkin með Norðurtúni og aðliggjandi deiliskipulagi við Eyrarflöt. Lóðirnar við Norðurtún 1-23 teljast innan þessara skipulagsmarka. Tilgangur deiliskipulagsins er að ná óbyggðum lóðum inn í skipulag með skilmálum fyrir nýbyggingar. Markmiðið er að halda í yfirbragð byggðarinnar þannig að nýbyggingar verði hluti af núverandi heild.

Nánari upplýsingar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

____________________________________________________________________________

Tillaga að nýju deiliskipulagi liggur frammi á upplýsingatöflu á 3.hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24 á Siglufirði og á nýjum vef Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is.  

Frestur til að skila inn athugasemdum er frá 19. október til og með 1. desember 2023. Eingöngu er tekið við athugasemdum og ábendingum á rafrænan hátt í gegnum skipulagsgátt, beinn hlekkur inn á málið er HÉR.  Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum hjá skipulagsfulltrúa í gegnum netfangið iris@fjallabyggd.is.

Skipulagsfulltrúi Fjallabyggðar

Deiliskipulagsuppdráttur

Greinargerð