Fréttir

Vetrarstarf Karlakórs Fjallabyggðar hefst að nýju eftir sumarfrí

Vetrarstarf Karlakórs Fjallabyggðar hefst 18. september næstkomandi kl. 19. Fjórar kóræfingar eru að jafnaði í mánuði og framundan er spennandi starfsár hjá kórnum.
Lesa meira

Auglýst tómstunda- og íþróttastarf eldri borgara í Fjallabyggð

Að gefnu tilefni er íbúum bent á að auglýst tómstunda- og íþróttastarf eldri borgara er einungis í boði fyrir 67 ára og eldri.
Lesa meira

Mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fundaði sl. miðvikudag með bæjarstjórnarfulltrúum Fjallabyggðar og fleirum góðum gestum og kynnti þeim drög að skýrslu sem nú er í vinnslu um mat á þörf fyrir varnarvirki og viðbúnað vegna ofanflóðahættu á atvinnusvæðum á Íslandi.
Lesa meira

Þrennir rafrænir kynningarfundir um Uppbyggingarsjóð

Haldnir verða tveir rafrænir kynningarfundir um Uppbyggingarsjóð, annar verður haldinn 18. september kl. 16:15 en hinn 20. september kl. 12:15.
Lesa meira

Síldarminjasafnið á Siglufirði hlýtur Phoenix-verðlaunin

Síldarminjasafnið hlýtur Phoenix-verðlaun Félags bandarískra ferðarithöfunda (e. Society of American Travel Writers). Með þeim er veitt viðurkenning á sviði sögu, menningar og umhverfis og heiðraðir áfangastaðir sem sýna ábyrga, sjálfbæra ferðaþjónustu.
Lesa meira

Ráðstefna Evrópsku Kítínsamtakanna, EUCHIS, á Siglufirði 11. – 14. september 2023

Nú styttist í ráðstefnu Evrópsku Kítinsamtakanna, EUCHIS 2023, á Siglufirði 11.-14. september 2023. Samtökin eru leiðandi á heimsvísu í kítíniðnaðnum og munu rúmlega hundrað vísindamenn og fólk úr nýsköpunargeiranum vítt og breitt um heiminn sækja ráðstefnuna. Það er ánægjulegt að samtökin hafi valið Siglufjörð sem ráðstefnustað en hingað til hefur hún farið fram í stórborgum í Evrópu og til stóð að hún yrði haldin í Moskvu í ár.
Lesa meira

233. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar 13. september kl. 12:00

233. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar, verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar þann13. september 2023 kl. 12:00.
Lesa meira

Veginum um Strákagöng verður lokað þriðjudagskvöldið 12. september á milli klukkan 20:00-23:00 vegna æfingar

Veginum um Strákagöng (76-10) verður lokað þriðjudagskvöldið 12. september á milli klukkan 20:00-23:00 vegna æfingar Slökkviliðs Fjallabyggðar
Lesa meira

Breytingar til góðs

Í dag var undirritaður samningur á milli stjórnar Félags eldri borgara í Ólafsfirði og Fjallabyggðar vegna húseignarinnar Bylgjubyggð 2, þ. e. hús eldri borgara. Þar með verður Fjallabyggð þinglýstur eigandi húseignarinnar og tekur yfir rekstur hennar. En Félag eldri borgara mun fá endurgjaldslaus afnot af hluta hússins fyrir félagsstarf sitt.
Lesa meira

Icelandic as a second language - Fjallabyggð 2023 - Íslenska sem annað mál

Beginners A1-1. A course for beginners and those who speak little or no icelandic and want to learn more, starts September 20th, 2023. Fyrir þau sem hafa lokið stigi 1 og/eða hafa grunnfærni í íslensku. Námskeið hefst 20. september 2023 Level 3 A2-1. A course for those who have finished Level 2 and/or have good understanding in icelandic, starts September 12th, 2023. Fyrir þau sem hafa lokið stigi 2 og/eða hafa góða undirstöðu í íslensku. Námskeið hefst 12. september 2023.
Lesa meira