Að gefnu tilefni er íbúum bent á að auglýst tómstunda- og íþróttastarf eldri borgara er einungis í boði fyrir 67 ára og eldri.
Í íþróttamiðstöð á Siglufirði á þetta við um eftirfarandi auglýsta dagskrá fyrir eldri borgara:
- Vatnsleikfimi á þriðjudögu og fimmtudögum
- Tækjasal á fimmtudögum
- Boccia á mánudögum og föstudögum
Í íþróttamiðstöð í Ólafsfirði á þetta við um eftirfarandi auglýsta dagskrá fyrir eldri borgara:
- Vatnsleikfimi á miðvikudögum og föstudögum
- Tækjasal á þriðjudögum
- Stólajóga á þriðjudögum og fimmtudögum
- Íþróttasal á þriðjudögum og fimmtudögum (Boccia/krulla/ganga og fleira)
Biðjum við áhugasama íbúa (60-67 ára) um að virða þá tíma sem auglýstir eru sérstaklega fyrir 67 ára og eldri og nýta sér frekar aðra auglýsa tíma og námskeið!
Upplýsingar um tómstunda- og íþróttastarf eldri borgara í Fjallabyggð (67 ára og eldri)