Fréttir

TÁT - ekki bara fyrir börn heldur líka fullorðna

Frá því í byrjun árs 2014 hafa sveitarfélögin Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð verið í samstarfi er lýtur að því að hafa einn skólastjóra yfir tónlistarskólum sveitarfélaganna og það samstarf hefur gengið ágætlega. Þessi tveir skólar höfðu einnig langa sögu um samnýtingu á tónlistarkennurum í gegnum árin. Í samningi sem var gerður um þetta samstarf var ákvæði þar sem lýst var yfir vilja til frekara samstarfs og jafnvel yrði skrefið stigið til fulls og skólarnir sameinaðir. Í febrúar 2015 var fræðslustjórum sveitarfélaganna falið að hefjast handa við að formgera samning með það að markmiði að Tónskóli Fjallabyggðar og Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar yrðu sameinaðir í einn skóla.
Lesa meira

IcelandTravelTech 2020 Áhugaverð stafræn ráðstefna fyrir alla í ferðabransanum á Íslandi

EKKI MISSA AF ICELAND TRAVEL TECH 8. MAÍ Íslenski ferðaklasinn og Ferðamálastofa vilja vekja athygli á ráðstefnuni Iceland Travel Tech sem fram fer í annað sinn á morgun í stafrænum heimi. Iceland Travel Tech er sameiginlegt verkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans sem miðar að því að auka áherslu á tækni í íslenskri ferðaþjónustu.
Lesa meira

Afsökunarbeiðni vegna mistaka við vinnslu og flutning menningarannáls ársins 2019

Þau leiðu mistök urðu við vinnslu annálsins 2019 að einn fyrsti viðburður ársins var ekki nefndur sem sannarlega var ætlunin. Hér var um að ræða tónleika sem haldnir voru í Tjarnarborg en Jón Þorsteinsson, söngvari og söngkennari bauð til tónleikanna sem framlag hans til Markaðsstofu Ólafsfjarðar og til eflingar menningar í samfélaginu. Tónleikarnir voru haldnir á birtudegi 13. janúar en þessi dagur var lengi kallaður birtudagur á Ólafsfirði. Á tónleikunum komu fram þeir Maurice Rommers söngvari og Tamir Chasson sem lék undir á píanó. Flutt voru ítölsk lög, Schubert, skandínavísk lög, þar á meðal Sibelius og íslensk lög.
Lesa meira

Frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2020

Fyrirhugað er að birta rafrænt yfirlit/dagatal yfir afþreyingu og frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2020. Með því yrðu upplýsingar um það sem er í boði til afþreyingar og dægrastyttingar fyrir þann aldurshóp aðgengilegar á einum stað á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lesa meira

Fjallabyggð kallar til samráðsfundar

Fjallabyggð kallar til samráðsfundar um markaðsátak í Fjallabyggð fimmtudaginn 7. maí nk. Fundurinn verður haldinn í Tjarnarborg og hefst kl. 17:00. Skráning verður á fundinn vegna fjöldatakmarkana. Allir velkomnir.
Lesa meira

Upplýsingapóstur frá bæjarstjóra

Upp er runninn 4. maí, dagurinn sem við höfum öll verið að bíða eftir. Dagur sem, ef vel tekst til, markar lok tímabils farsóttar en um leið upphaf leiðarinnar að eðlilegra lífi okkar og upphaf glímunnar við efnahagslegar afleiðingar Covid-19. Frá og með deginum í dag er s.s. slakað á ýmsum þáttum samkomubanns og möguleikar okkar til þess lífs sem við teljum eðlilegt með því auknir. Auknar tilslakanir eru svo væntanlegar í lok mánaðar að því er þríeykið segir okkur.
Lesa meira

Íbúum stendur nú til boða að leigja handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði

Íbúum stendur nú til boða að leigja handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði.
Lesa meira

Opnað fyrir úthlutun 50 milljóna til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs

Hönnunarsjóði hefur verið falið að úthluta 50 milljónum til átaksverkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs, samkvæmt þingsályktun um tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs vegna Covid-19.
Lesa meira

Fréttatilkynning - Sjómannadagurinn Fjallabyggð 2020

Sjómannafélag Ólafsfjarðar og Sjómannadagsráð hafa ákveðið að aflýsa öllum hátíðarhöldum vegna sjómannadagsinns í Fjallabyggð 2020, þetta er að sjálfsögðu gert vegna Covid-19 faraldursins, en við munum koma sterkir til baka með frábæra sjómannadagshátíð árið 2021.
Lesa meira

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir úthlutun menningarstyrkja

Opnað verður fyrir umsóknir um aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina á allra næstu dögum. Stuðningurinn, sem nemur alls 500 milljónum kr., byggir á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins, sem samþykkt var á Alþingi þann 30. mars sl.
Lesa meira