21.04.2020
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Um er að ræða viðbótarfjármagn af hálfu ríkisins sem veitt er í sóknaráætlanir landshluta, sem og aukið fjármagn samtakanna, vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið. Alls eru um 42 m.kr. í pottinum.
Lesa meira
20.04.2020
Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hefst að nýju í lok maí eftir óhjákvæmilegar lokanir í mars og apríl. Opnað verður inná sýningar og viðburði í takti við þær takmarkanir um mannamót sem fyrir liggja hverju sinni og gestir beðnir um að sýna tillit með fjarlægðir, handspritt og að snerta ekki neitt innandyra. Einnig að koma ekki á viðburði með einkenni af Covid-19.
Lesa meira
20.04.2020
Stóri plokkdagurinn verður haldinn á Degi umhverfisins laugardaginn 25. apríl.
Fjallabyggð vilja hvetja alla bæjarbúa, unga sem aldna sem og fyrirtæki, stofnanir og hópa til að taka þátt í hreinsun og fegrun umhverfisins af tilefni degi umhverfisins þann 25. apríl nk.
Samkomubann er alveg upplagt til að taka á því í plokkinu. Frábær útivera og hreyfing um leið og við finnum fyrir tilgangi, sjáum árangur, eflum núvitund og gerum umhverfinu og samfélaginu okkar gott.
Lesa meira
14.04.2020
Með vísan til ákvörðunar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar verður 184. fundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar streymt beint á Microsoft Teams.
Fundurinn hefst kl. 17:00 miðvikudaginn 15. apríl og gefst íbúum og öðrum áhugasömum kostur á að fylgjast með fundinum beint á netinu.
Lesa meira
08.04.2020
Vakin er athygli á því að gráa tunnan verður losuð laugardaginn 11. apríl í Ólafsfirði. Mikilvægt er að íbúar moki frá tunnum til að auðvelda starfsmönnum Íslenska Gámafélagsins losun.
Íslenska gámafélagið vill sömuleiðis ítreka að tunnur sem eru yfirfullar verða EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn ÍG að forðast snertingu við allt sorp.
Á Siglufirði var lokið við að tæma gráu tunnuna í dag, miðvikudaginn 8. apríl.
Lesa meira
08.04.2020
184. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í fjarfundi 15. apríl 2020 kl. 17.00 [Meira]
Lesa meira
05.04.2020
Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Skálarhlíðar vegna sýkingarhættu af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi
Stjórnendur Skálarhlíðar hafa tekið ákvörðun að loka húsnæði Skálarhlíðar fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 5. apríl 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert í samráði og með fullu samþykki allra íbúa Skálarhlíðar. Með þessari ráðstöfun er verið að fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands.
Lesa meira
03.04.2020
Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra mælist eindregið til þess að fólk ferðist ekki um páskana og virði í hvívetna samkomubann og fjarlægðarmörk hér eftir sem hingað til. [Meira]
Lesa meira
03.04.2020
Nú við lok þriðju viku samkomubanns er manni margt í huga, fyrst og fremst er það þó þakklæti og auðmýkt gagnvart öllu því fólki um allt land sem stendur nú í framlínu bardagans við Covid-19. Öllu því fólki þakka ég mjög svo óeigingjarnt starf í okkar allra þágu.
Að því sögðu þá hefur undanfarna daga verið að færast ákveðin ró og æðruleysi yfir samfélagið hér í Fjallabyggð, fólk virðist í raun vera að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum. [Miera]
Lesa meira
03.04.2020
Íslenska gámafélagið vill ítreka við íbúa Fjallabyggðar að í ljósi þeirra vinnureglna sem unnið er eftir í dag verða tunnur sem eru yfirfullar þ.e. lokið farið að opnast eða pokar við hliðina á tunnum, EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn okkar að forðast snertingu við allt sorp.
Lesa meira