Fréttir

Skólaakstur með breyttu sniði fram til páska

Hefðbundinn skólaakstur fellur niður milli byggðakjarna meðan samkomubann stendur yfir. Breyting á skólaakstri tekur gildi á morgun þriðjudaginn 17. mars og gildir fram að páskafríi Grunnskóla Fjallabyggðar:
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar - tilkynning

Ráðstafanir vegna samkomubanns næstu vikur vegna Covid – 19 veirunnar. Opnunartími verður eins og verið hefur í sundlaug og rækt, nema að lokað verður á milli kl. 13:00 – 15:00 alla virka daga vikunar vegna aukaþrifa. Íþróttasalur verður lokaður í dag og á morgun á meðan unnið er að nýju skipulagi. [Meira]
Lesa meira

Tilkynning til íbúa og viðskiptavina Fjallabyggðar

Tilkynning til íbúa og viðskiptavina Fjallabyggðar Íbúar og aðrir viðskiptavinir sem eiga erindi á bæjarskrifstofuna eru hvattir til draga úr heimsóknum og hringja frekar í síma 464-9100 frá kl. 10:00-15:00 eða senda tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is ef þeir eiga einhvern kost á því. Starfsfólk ráðhússins mun áfram leggja áherslu á að veita góða þjónustu en við biðjum viðskiptavini um að sýna þolinmæði. [Meira]
Lesa meira

Vegna Covid-19 faraldursins vill Íslenska gámafélagið koma eftirfarandi tilmælum á framfæri:

Vegna Covid-19 faraldursins vill Íslenska gámafélagið koma eftirfarandi tilmælum á framfæri: Almennt sorp þarf að vera í vel lokuðum pokum og ekki má yfirfylla tunnur. Smitaðir einstaklingar þurfa sérstaklega að gæta þess að snýtibréf fari í vel lokuðum pokum í Gráu tunnuna fyrir almennt sorp. Umfram sorpi sem ekki kemst í tunnur, þurfa íbúar að skila á gámasvæði. Flokkun á endurvinnsluhráefni helst óbreytt enn sem komið er. Þessi tilmæli eru til þess að koma í veg fyrir að starfsfólk okkar þurfi að snerta sorpið og til að draga úr smithættu.
Lesa meira

Skólaakstur 16. mars 2020

Vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi sem gefin var út sl. föstudag verður skipulagsdagur í Leik- og Grunnskóla Fjallabyggðar mánudaginn 16. mars. Af þeirri ástæðu verður skólaakstur með breyttu sniði:
Lesa meira

Skipulagsdagur í Leikskóla Fjallabyggðar og Grunnskóla Fjallabyggðar mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður með breyttu sniði. Framhalds- og háskólum verður lokað og fjarkennsla útfærð en starf leik- og grunnskóla verður áfram heimilt. Nánari útfærslur þess verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda en sveitarfélög landsins vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við framangreindar ákvarðanir. [Meira]
Lesa meira

Tilkynning vegna danskennslu í Tjarnarborg

Athugið að danskennslu í Tjarnarborg sem vera átti á sunnudagskvöldum hefur verið frestað þar til tímabært verður að taka hana upp aftur.
Lesa meira

Frá bæjarstjóra

Líkt og fram kom á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra fyrir stundu verður sett á fjögurra vikna samkomubann á landinu frá 15. mars þ.e. aðfaranótt mánudags. Frekari útfærsla kemur fram í auglýsingum sem verða birtar síðar í dag. [Meira]
Lesa meira

Elías Pétursson bæjarstjóri mættur til starfa

Elías Pétursson nýráðin bæjarstjóri Fjallabyggðar er mættur til starfa og sat sinn fyrsta bæjarstjórnarfund í gær. Elías hefur síðustu tæp sex ár, starfað sem sveitarstjóri Langanesbyggðar. Þar á undan var hann sjálfstætt starfandi ráðgjafi, meðal annars hjá Mosfellsbæ. Bjóðum við Elías velkomin til starfa
Lesa meira

Upplýsingar til íbúa, þjónustuþega og aðstandenda í Fjallabyggð vegna kórónaveiru COVID-19

Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir þann 6. mars sl. vegna útbreyðslu Kórónaveirunnar COVID-19. Í ljósi tilmæla sóttvarnarlæknis og landlæknis þess efnis að huga verði vel að viðkvæmum einstaklingum sem njóta heibrigðis- og velferðarþjónustu sveitarfélaga hefur félagsþjónusta Fjallabyggðar gripið til eftirfarandi varúðarráðstafana á starfsstöðvum og í þjónustu við einstaklinga á heimilum sínum til að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19 og vernda þennan viðkvæma hóp.
Lesa meira