07.02.2020
Í gær, fimmtudaginn 6. febrúar, var Elías Þorvaldsson útnefndur Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2020. Er það í ellefta sinn sem bæjarlistamaður er útnefndur í Fjallabyggð.
Við athöfnina sem fram fór í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði voru einnig formlega afhentir, menningar- og fræðslustyrkir, styrkir til reksturs safna og setra og styrkir til hátíðarhalda.
Lesa meira
05.02.2020
Á haustmánuðum 2019 skrifaði Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) undir samning við Eyþing/SSNE um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf eða sameiningu safna á Norðurlandi eystra við höfuðsöfnin.
Lesa meira
05.02.2020
Núna á vorönn verða mörg áhugaverð námskeið í boði á vegum SÍMEY í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð – til viðbótar við íslenskunámskeið á Dalvík og í Ólafsfirði. Um er að ræða bæði fjögur starfstengd námskeið og þrjú tómstundanámskeið. Skráning er hafin á öll þessi námskeið, sem eru unnin og boðið upp á í samstarfi við Einingu-Iðju, Kjöl og Sameyki. Fyrsta námskeiðið verður haldið í næstu viku, 6. febrúar.
Lesa meira
04.02.2020
Sex ólík menningarverkefni á landsbyggðinni hafa verið valin á Eyrarrósarlistann 2020.
Þrjú verkefnanna hljóta formlega tilnefningu til verðlaunanna og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina 2020.
Lesa meira
03.02.2020
Með vísan til 3. gr. reglugerðar nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 þá eru tillögur sveitastjórna um sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020 birtar á vef ráðuneytisins til kynningar. Frestur til að senda inn athugasemdir til ráðuneytisins á postur@anr.is vegna tillagna sveitarfélaga er 1 vika frá birtingu tillagnanna á vef ráðuneytisins. Að þeim tíma liðnum mun ráðuneytið taka afstöðu til þeirra tillagna sem borist hafa frá sveitarfélögum.
Lesa meira
30.01.2020
Að gefnu tilefni er gestum líkamsræktar bent á að opnunartími líkamsræktarinnar í Ólafsfirði er frá kl. 06:30-19:00 alla virka daga og á Siglufirði frá kl. 06:30-19:45 og á föstudögum til kl. 19:00. Opið er í ræktina á opnunartíma sundlauga um helgar.
Lesa meira
28.01.2020
Álagningu fasteignagjalda 2020 er lokið.
Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla rafrænt í gegnum rafræn Fjallabyggð, á heimasíðu Fjallabyggðar og á island.is.
Álagningarseðlar eru sendir á pappírsformi til þeirra greiðenda sem þess óska og eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 464-9100 eða á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is
Lesa meira
28.01.2020
Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag býður íbúum Fjallabyggðar á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg. Námskeiðið verður 6 sunnudagskvöld kl. 20.00 – 21:30, í fyrsta sinn sunnudaginn 9. febrúar. Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir. Þátttaka er endurgjaldslaus
Lesa meira
28.01.2020
Fyrsti sólardagur var í Ólafsfirði laugardaginn 25. janúar. í dag þriðjudaginn 28. janúar verður fyrsti sólardagur á Siglufirði. Sólin hverfur frá miðjum nóvember og sést ekki í rúma tvo mánuði vegna hárra fjalla er umlykja Siglufjörð og Ólafsfjörð.
Lesa meira
27.01.2020
Í tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. efndi Menntamálastofnun til vísnasamkeppni grunnskólanema, Vísubotn 2019, í samvinnu við KrakkaRÚV.
Í keppninni spreyttu nemendur sig á því að botna fyrriparta sem eru eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Um var að ræða tvo fyrriparta fyrir hvern aldursflokk á yngsta-, mið- og unglingastigi. Fyrir besta vísubotninn á hverju stigi eru veitt bókaverðlaun og viðurkenningarskjöl.
Lesa meira