24.01.2020
Fjallabyggð veitir ár hvert félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
Auglýst er eftir styrkumsóknum að hausti ár hvert og er styrkjum úthlutað í upphafi næst komandi árs.
Úthlutaðir styrkir til fræðslu- og menningarmála fyrir árið 2020 nema alls kr. 10.600.000.- Þar af fara kr. 2.700.000.- til einstakra menningartengdra verkefna, kr. 3.250.000.- til hátíðarhalda og kr. 2.750.000.- til reksturs safna og setra. Styrkur til fræðslumála nam kr. 100.000.- og framkvæmdastyrkur til Pálshúss nemur kr. 1.500.000.-
Lesa meira
23.01.2020
Fjallabyggð veitir ár hvert menningartengda styrki til félagasamtaka, stofnana og einstaklinga til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
Lesa meira
23.01.2020
Í kjölfar óveðursins sem gekk yfir dagana 10. – 12. desember sl. fer sveitarfélagið þess á leit við bæði íbúa og fyrirtæki Fjallabyggðar sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum veðurofsans eða vegna rafmagnsleysisins að senda upplýsingar um það á netfangið fjallabyggð@fjallabyggd.is.
Frestur til að skila inn upplýsingum er til og með 27. janúar nk.
Umbeðnar upplýsingar verða nýttar í greinargerð til átakshóp fimm ráðuneyta og til að gera viðbragðsáætlun fyrir óveður.
Bæjarstjórn.
Lesa meira
23.01.2020
Hans Klaufi í Tjarnarborg 30. janúar - Leikhópurinn Lotta
Leikhópurinn Lotta er að koma í heimsókn til okkar í Fjallabyggð og ætlar að sýna Hans Klaufa í Tjarnarborg í Ólafsfirði fimmtudaginn 30. janúar kl. 17:30. Það er því um að gera að taka alla fjölskylduna með á hágæða fjölskyldusöngleik hlaðinn húmor og gleði fyrir allan aldur.
Lesa meira
21.01.2020
Ný umferðarlög tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Lögin hafa í för með sér ýmsar breytingar sem er mikilvægt að vegfarendur í Fjallabyggð og annars staðar hafi í huga.
Samgöngustofa hefur tekið saman helstu nýmæli laganna á aðgengilegan hátt, sem íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að kynna sér.
Lesa meira
21.01.2020
Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012 – 2024 og umhverfisskýrslu. Sveitarstjórnir allra þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að skipulagstillögunni hafa samþykkt hana til auglýsingar, en sveitarfélögin eru þessi:
Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit, Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.
Lesa meira
20.01.2020
Síðastliðnar tvær vikur hafa útskriftarnemendur við myndlistardeild Listaháskóla Íslands dvalið á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði.
Nemendurnir hafa starfað undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Sindra Leifssonar ásamt því að hafa kynnst heimamönnum og menningarstarfsemi í Siglufirði og Eyjafirði. Öll eruð þið hjartanlega velkomin á samsýningu þeirra 17 nemendur, einn fokkaði upp í Segli 67 (Vetrarbraut 8-10, 580 Siglufjörður), þar sem sýndur verður afrakstur síðustu vikna.
Lesa meira
20.01.2020
Bæjarstjórn Fjallabyggðar
180. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnaborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 22. janúar 2020 kl. 17.00
Lesa meira
20.01.2020
Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2020, Elías Þorvaldsson, verður útnefndur við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 6. febrúar nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00.
Við sama tilefni verða afhentir menningarstyrkir Fjallabyggðar fyrir árið 2020.
Allir hjartanlega velkomnir.
Markaðs– og menningarnefnd.
Lesa meira
20.01.2020
Fyrsti súpufundur ferðaþjónustunnar á nýju ári verður haldinn, þriðjudaginn 21. janúar kl. 11:30 - 13:00
Fundarstaður: Veitingastaðurinn Greifinn, Glerárgötu 20, 2. hæð.
Boðið upp á matarmiklasúpu, salat, kaffi & súkkulaði á kr. 2000.- sem greiðist á staðnum.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig fyrir lok mánudagsins 20. janúar hér fyrir neðan.
Lesa meira