Frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2020

Frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2020

Fyrirhugað er að birta rafrænt yfirlit/dagatal yfir afþreyingu og frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2020. Með því yrðu upplýsingar um það sem er í boði til afþreyingar og dægrastyttingar fyrir þann aldurshóp aðgengilegar á einum stað á heimasíðu Fjallabyggðar.

Þeir aðilar sem ráðgera að bjóða upp á afþreyingu eða aðra dagskrá fyrir börn og unglinga í sumar eru hvattir til að senda upplýsingar um það á undirritaðar eða rafrænt á vef Fjallabyggðar (Slóð á eyðublað) fyrir 20. maí 2020.

Horft er til afþreyingar eða námskeiða á sviði menningar, lista, íþrótta o.s.frv. Hægt verður að bæta inn í yfirlitið eftir þann tíma en gott að hafa sem mest tilbúið við birtingu yfirlitsins.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram:

  • Upplýsingar um aðila sem heldur námskeiðið/afþreyinguna
  • Heiti og nánari lýsing námskeiðs/afþreyingar
  • Tímasetning 
  • Staðsetning
  • Aldur þátttakenda
  • Þátttökukostnaður (t.d.æfingagjöld)

Ath! Ekki er átt við staka viðburði s.s. leiksýningar eða slíkt.

Nánari upplýsingar veita:

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu- frístunda og menningarmála, netfang: rikey@fjallabyggd.is  og Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi, netfang lindalea@fjallabyggd.is 
Sími: 464 9100 

Eyðublað fyrir skráningu

 Auglýsing (pdf)