Á 648.fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að leigja út handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði.
Útleigu verði háttað með eftirfarandi hætti.
- Leigutími er 2-3 vikur en þeim skal skilað fyrir 20. maí
- Leiguverð pr. stykki verður 500 kr. fyrir vikuna. 2 handlóð eru þá leigð á 1000 kr. pr. viku. Vegna þess hve takmarkað magn er til er mælst til þess að hver einstaklingur leigi hámark eina bjöllu og tvö handlóð.
- Greitt verður eftir á með útsendum reikningi á leigutaka.
- Gefa þarf upp númer og gildistíma á kreditkorti til tryggingar fyrir tjóni. Verði tjón á tækjum, eða þau glatast verður andvirði nýs gjaldfært af kreditkorti.
Lóð verða afhent í íþróttamiðstöðinni á Siglufirði, fimmtudaginn 30. apríl og mánudaginn 4. maí kl. 11:00-13:00. Gengið inn sjávarmegin við líkamsræktina/íþrótthúsið. Mjög takmarkað magn. Fyrstu KEMUR fyrstur fær. Ekki er hægt að láta taka frá.
Leigutaki skrifar undir leigusamning og framvísar kreditkortanúmeri til tryggingar.