31.07.2023
Trilludagar voru haldnir á Siglufirði í sjötta sinn síðastliðinn laugardag og þóttu þeir takast einstaklega vel og var góð stemning á bryggjunni allan daginn og veðrið gott.
Lesa meira
25.07.2023
Það verður mikið um að vera á Siglufirði um næstu helgi en þá er haldið upp á hinn árlega Trilludag, þar sem boðið eru upp á siglingar, sjóstangveiði, mat og ýmsar uppákomur. Auk þess verður vígsla á minnisvarða um síldarstúlkur, málþing, síldarsöltun og bryggjuball. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir og fleiri góðir gestir munu heiðra samkomuna.
Lesa meira
20.07.2023
Hinn árlegi sápubolti fer fram í Ólafsfirði um helgina. Metnaðarfull fjölskylduskemmtun og dagskráin er hin glæsilegasta.
Lesa meira
11.07.2023
Frjó menningarhelgi á Siglufirði dagana 13. - 16. júlí 2023
Lesa meira
10.07.2023
Byggðastofnun leitar nú að drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á loftslagsmálum til starfa við tveggja ára samstarfsverkefni umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis, Byggðastofnunar, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnunar. Um er að ræða 100% starfshlutfall til tveggja ára.
Lesa meira
27.06.2023
Margt er um manninn á tjaldsvæðinu á Siglufirði þessa sólríku og blíðu daga. Tjaldsvæðið er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna og öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Stutt er á skólalóðina í leiktækin og hoppubelgur rétt handan við torgið.
Lesa meira
26.06.2023
Olga Gísladóttir lætur af störfum skólastjóra Leikskóla Fjallabyggðar um næstu mánaðarmót. Olga hefur ötullega sinnt menntun leikskólabarna í 39 ár, fyrst í Leikskóla Ólafsfjarðar og síðar Leikskóla Fjallabyggðar eða frá árinu 2010.
Lesa meira
26.06.2023
Á kortavef Fjallabyggðar er nú hægt að sjá þær lóðir sem lausar eru til umsóknar. Fjallabyggð fellir sömuleiðis niður öll gatnagerðargjöld til ársloka 2024.
Lesa meira
24.06.2023
Fyrstu gjörningadagarnir ganga vel og hafa farið fallega fram. Veðrið leikur við listamennina og er hamingjan svo sannarlega með hópnum í för. Ferðin hófst sl. fimmtudag á tveimur 9 manna bílum sem Bílaleiga Akureyrar var svo frábær að gefa vænan afslátt á og styrkja þannig ferðina. Á öllum áfangastöðum er tekið vel á móti gjörningalistafólkinu.
Lesa meira