Fréttir

Vorhátíð 5. - 7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar, í Tjarnarborg 9. maí kl. 17:30

Vorhátíð 5.-7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar, verður haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði þriðjudaginn 9. maí kl. 17:30. Aðgangseyrir fyrir nemendur 1.-4. bekkjar og 8.-10. bekkjar er 500 krónur og fyrir 16 ára og eldri er aðgangseyrir 1500 krónur. Rúta fer frá grunnskólanum Norðurgötu kl. 17:00 og til baka að sýningu lokinni. Allir velkomnir!
Lesa meira

Menningarstarf í Alþýðuhúsið á Siglufirði hlýtur Eyrarrósina 2023

Eyrarrósin 2023, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins, var afhent í átjánda sinn í dag miðvikudaginn 3. maí, við hátíðlega athöfn á Hvammstanga. Frú Eliza Reid forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar afhenti verðlaunin.
Lesa meira

Nemandi í starfskynningu á bæjarskrifstofunni

Sveinn Ingi Guðjónsson, nemandi í 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar kom í starfskynningu á bæjarskrifstofuna í dag þriðjudaginn 2. maí.
Lesa meira

228. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

228. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 3. maí 2023 kl. 17.00
Lesa meira

Kompan Alþýðuhúsinu á Siglufirði - Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar einkasýninguna "Það sem jökultíminn skapar"

Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar einkasýninguna Það sem jökultíminn skapar í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 6. maí klukkan 14.00. Þann sama dag kl. 16.00 mun Jóna Hlíf vera með listamannaspjall. Sýningin stendur til 21. maí nk.
Lesa meira

Blóðsöfnun á Dalvík 2. maí

Blóðsöfnun! Blóðbankabíllinn verður við Íþróttamiðstöðina á Dalvík þriðjudaginn 2. maí frá kl. 14:30 - 18:30. Allir velkomnir.
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar hafnaði í 2. sæti í Skólahreysti 2023

Grunnskóli Fjallabyggðar keppti í gærkveldi í 2. riðli í Skólahreysti 2023 og hafnaði í 2. sæti. Með þeim í riðli voru skólar frá Norðurlandi.
Lesa meira

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Snorragötu á Siglufirði:
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar sigraði í Fiðringi

Fiðringur á Norðurlandi, hæfileikakeppni grunnskólanna, var haldin í gærkveldi og gerðu nemendur 8.-10. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar sér lítið fyrir og fóru með sigur af hólmi.
Lesa meira

Stóri Plokkdagurinn 30. apríl, vertu með!

Stóri Plokkdagurinn 30. apríl - Áskorun til íbúa og fyrirtækja í Fjallabyggð.
Lesa meira