Ása Björk Stefánsdóttir.
Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar var auglýst laus til umsóknar 17. maí sl.
Ása Björk Stefánsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra frá 1. ágúst nk.
Tveir umsækjendur voru um stöðuna.
Ása Björk er með MA í uppeldis og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun menntastofnana og diplómu á meistarastigi í kennslufræði háskóla.
Ása Björk var starfandi kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar sl. vetur í afleysingu en síðustu þrjú ár var Ása Björk forstöðukona kennslusviðs Háskóla Reykjavíkur. Ása Björk hefur víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun og hefur m.a. sinnt stöðu verkefnastjóra á Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, fræðslustjóra Isavía og kennsluþjálfun á kennslusviði Háskólans í Reykjavík svo eitthvað sé upptalið. Ása Björk er Grunnskóla Fjallabyggðar vel kunnug og starfaði sem aðstoðarskólastjóri 2018-2019 og áður umsjónarkennari.
Ása Björk er búsett á Siglufirði.
Fjallabyggð býður Ásu Björk velkomna til starfa og þakkar Erlu Gunnlaugsdóttur fráfarandi skólastjóra vel unnin störf.