Fjölbreytt hátíðardagskrá verður í Fjallabyggð á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
Á Siglufirði, við Siglufjarðarkirkju og á Rauðkutorgi verður stórglæsileg hátíðardagskrá og er dagskráin í höndum Ungliðasveitarinnar Smástráka og Fjallabyggðar í ár.
Hátíðarathöfn hefst við Siglufjarðarkirkju kl. 11:00-11:30 en þar mun Jón Grétar Guðjónsson, nýstúdent, leggja blómsveig að minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar. Að þeirri athöfn lokinni eru gestir hvattir til að ganga að Þjóðlagasetri sr. Bjarna þar sem boðið verður upp á kaffi og með því allan daginn en opið verður í Þjóðlagasetri til kl. 18:00.
17. júní hlaup UMF Glóa verður ræst út kl. 11:30 fyrir börn fædd 2012-2017. Að þessu sinni verður hlaupið á Rammalóðinni.
Klukkan 13:00 hefst svo formleg hátíðardagskrá við Rauðkutorg þar sem flutt verður hátíðarræða, ávarp Fjallkonu og tónlistaratriði.
Boðið verður upp á dorgveiðikeppni á Togarabryggjunni, mínigolfeppni á Rauðkutorgi, hestaferðir með hestamannafélaginu Glæsi og slökkviliðið Fjallabyggðar ætlar að sýna tækin og bílana.
Aparóla verður lögð frá Suðurgötu að Snorragötu, hoppukastalar á Rauðkutorgi, sölutjöld, candyflos og margt fleira skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.
Síldarminjasafnið verður opið frá 10:00-18:00.
Ljósmyndasögusafnið Saga-Fotografica frá kl. 13:00-16:00. Þar er að finna m.a. sýningu Rutar Hallgrímsdóttur, RAX og fleiri. Nýjar myndavélar og margt fleira áhugavert að skoða. Safnið verður opið alla daga í sumar frá kl. 13:00-16:00.
Í Kompunni, Alþýðuhúsinu verður sýning Haraldar Jónssonar Var frá kl. 14:00-17:00 og einnig verða verk eftir Aðalheiði S. Eysteinsdóttur til sýnis í anddyri Alþýðuhússins.
Í Ólafsfirði verður Kaffi Klara með Hátíðarbröns milli 11:00 og 14:00. Í Pálshúsi er sýning Birgis S. Birgissonar - Gerviblóm opin og safnið einnig frá kl. 13:00-17:00.
Íbúar og gestir Fjallabyggðar eru hvattir til að mæta og fagna þessari hátíðarstund saman.
Dagskrá 17. júní í Fjallabyggð (pfd)