15.05.2023
Eins og flesta daga ársins er líf og fjör við höfnina á Siglufirði, miklu landað þar af fiski og morgunverkin margvísleg. Sigríður bæjarstjóri brá sér í heimsókn í morgunsárið og festi þessar skemmtilegu myndir á filmu.
Lesa meira
12.05.2023
230. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 15. maí 2023 kl. 17:00
Lesa meira
12.05.2023
Opnunartími Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar verður með öðru sniði á uppstigningardag, 2. í hvítasunnu og vegna starfsdags starfsfólks íþróttamiðstöðva. Opnunartími þessa daga í maí verður því eftirfarandi:
Lesa meira
12.05.2023
Sveitarstjórn Runavíkur í Færeyjum og sendikvinna Færeyja á Íslandi, Halla Nolsøe Poulsen, heimsóttu Fjallabyggð sl. miðvikudag. Fjallabyggð tók formlega á móti gestunum í Salthúsinu á Siglufirði.
Lesa meira
09.05.2023
Fjallabyggð vekur athygli á kynningarfundi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem haldinn verður á morgun miðvikudag 10. maí kl. 12:00. Kynningarfundurinn verður á zoom og fjallar um átak sem snýr að fjárfestingum í sprotafyrirtækjum sem komin eru stutt á veg í sinni þróun.
Lesa meira
09.05.2023
Eins og síðustu ár mun Fjallabyggð birta rafrænt yfirlit/dagatal yfir afþreyingu og frístundastarf barna og unglinga í Fjallabyggð sumarið 2023.
Þar með verða upplýsingar um það sem er í boði til afþreyingar og dægrastyttingar fyrir þann aldurshóp aðgengilegar á einum stað á heimasíðu Fjallabyggðar.
Lesa meira
08.05.2023
Laugardaginn 20. maí kl. 11:00 í Ráðhússal Fjallabyggðar, Gránugötu 23, Siglufirði mun Björn Z. Ásgrímsson flytja erindi um gönguleiðir í Fjallabyggð og Fljótum. Eftir erindið verður sameinast í bíla og ekið út í Fljót þar sem gengin verður gönguleiðin Hlöðnuvík - Hraunakrókur.
Lesa meira
08.05.2023
Hátindur 60+
Opinn Kynningarfundur mánudag 15. maí kl. 16:00 í Tjarnaborg.
Mánudaginnn 15. maí nk. mun Birna frá U3A Reykjavík kynna Háskóla þriðja æviskeiðsins. Kynningarfundurinn verður haldinn í Tjarnarborg og hefst kl. 16:00.
Lesa meira
05.05.2023
Vorhátíð 5.-7. bekkjar Grunnskóla Fjallabyggðar, verður haldin í Tjarnarborg í Ólafsfirði þriðjudaginn 9. maí kl. 17:30.
Aðgangseyrir fyrir nemendur 1.-4. bekkjar og 8.-10. bekkjar er 500 krónur og fyrir 16 ára og eldri er aðgangseyrir 1500 krónur.
Rúta fer frá grunnskólanum Norðurgötu kl. 17:00 og til baka að sýningu lokinni.
Allir velkomnir!
Lesa meira