Fréttir

Dagskrá um Sjómannadagshelgina

Dagskrá um sjómannadagshelgina í Ólafsfirði hefur nú litið dagsins ljós og má segja að hún sé hin glæsilegasta. Það er Sjómannadagsráð Sjómannafélags Ólafsfjarðar sem hefur haft veg og vanda að gerð dagskrárinnar sem höfðar til fólks á öllum aldri. Eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til þátttöku í hátíðarhöldunum.
Lesa meira

Skráning muna SPS og sýningar

Nú er lokið skráningu muna sem Héraðsskjalasafni Fjallabyggðar bárust frá gamla Sparisjóð Siglufjarðar. Meðal þess sem barst voru glerskápar og voru þeir teknir til handagagns á safninu. Munir SPS eru nú til sýnis á bókasafninu og einnig gafst tækifæri til að bæta við nýrri sýningu.
Lesa meira

Mummi, Alda Dís og Aron í Tjarnarborg

Tónleikar verða í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði, í kvöld, 11. maí kl. 20:00. Það eru þau Mummi, Alda Dís og Aron sem skemmta.
Lesa meira

Uppgreiðsla láns og viðbygging við MTR

Nýlega greiddi Bæjarsjóður Fjallabyggðar upp óhagstætt lán, sem tekið var af Ólafsfjarðarkaupstað árið 2003. Lánið bar 5.63% verðtryggða vexti og eftirstöðvar lánsins, sem var til 26 ára voru 128 mkr.
Lesa meira

Sameiginlegir tónleikar

Miðvikudaginn 11. maí kl. 18:00 verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Um er að ræða sameiginlega tónleika þriggja tónskóla, Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar og Tónskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

132. fundur bæjarstjórnar

132. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Gránugötu 24 Siglufirði 11. maí 2016 kl. 17:00
Lesa meira

Opnun íþróttamiðstöðva uppstigningardag

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar auglýsa breyttan opnunartíma fimmtudaginn 5. maí, uppstigningardag. Opið verður sem hér segir: Ólafsfjörður, 10:00 - 14:00 Siglufjörður, 14:00 - 18:00
Lesa meira

Skráning í Vinnuskóla Fjallabyggðar

Skráning er hafin í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Þau ungmenni sem eru fædd 1999, 2000, 2001 og 2002 geta skráð sig í Vinnuskóla Fjallabyggðar. Æskilegt er að viðkomandi eða a.m.k. annað foreldri hafi lögheimili í Fjallabyggð eða viðkomandi hafi stundað nám við Grunnskóla Fjallabyggðar í vetur.
Lesa meira

Hjóluðu í skólann

Það er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi að börn fari á hjóli í skólann en í gær tóku nokkrir nemendur úr 6. og 7. bekk sig til og hjóluðu í skólann. Nemendurnir eru allir búsettir á Siglufirði og fara að öllu jöfn með skólarútunni til Ólafsfjarðar en í gær ákváðu þau að fara á hjóli. Ferðin tók um 55 mínútur og verður örugglega endurtekin að þeirra sögn.
Lesa meira

Grunnskólanemendur sýna verk sín

Miðvikudaginn næstkomandi, þann 4. maí, verður opið hús í Grunnskóla Fjallabyggðar þar sem verk nemenda verða til sýnis. Opið verður sem hér segir:
Lesa meira